
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Deildarstjóri við leikskólann Klettaborg
Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi, sem verður fjögurra deilda leikskóli í byrjun árs 2026.
Leitað er að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í faglegu leikskólastarfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi.
Áherslur leikskólans eru á málrækt, skapandi starf, hreyfing og útivera. Framundan er spennandi uppbyggingarstarf og skólaþróun sem felst í því að skólanámskrá leikskólans verður rýnd og tækifæri gefst til að skapa enn kröftugra starf.
Einkunnarorð leikskólans eru sjálfstæði, virðing og gleði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
- Ábyrgð á að að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans
- Ábyrgð á upplýsingamiðlun innan deildar, milli deilda og við leikskólastjóra
- Starfar í stjórnendateymi leikskólans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennararéttindi eða uppeldisfræðimenntun
- Reynsla af starfi deildarstjóra og stjórnun í leikskóla er æskileg
- Jákvæðni og frammúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku máli og færni í ræðu og riti (C2)
Fríðindi í starfi
- Starfsmenn leikskóla í Borgarbyggð fá 50% afslátt af leikskólagjöldum
- Heilsustyrkur, afsláttur af árskorti í íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar
- 36 klst. vinnuvika
Auglýsing birt7. nóvember 2025
Umsóknarfrestur21. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Leikskólinn Klettaborg, Borgarbraut 101
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFagmennskaFrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniKennariKennslaMannleg samskiptiMetnaðurSkipulagStundvísiTeymisvinnaUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastóri málörvunar
Leikskólinn Holt

Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból

Eyrarskjól á Ísafirði - Kjarnastjóri/Deildarstjóri
Hjallastefnan leikskólar ehf.

Deildarforseti í tónlist við LHÍ
Listaháskóli Íslands

Deildarstjórar í leikskólann Borg
Leikskólinn Borg

Aðstoðarleikskólastjóri óskast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Deildarstjóri
Leikskólinn Furuskógur

Leikskólakennari óskast á yngstu deild
Kópasteinn

Deildarstjóri – Leikskólinn Arnarberg
Hafnarfjarðarbær

Forfallakennari óskast
Helgafellsskóli

Sérkennari óskast
Helgafellsskóli

Deildarstjóri / leikskólakennari Heilsuleikskólinn Suðurvellir
Sveitarfélagið Vogar