Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Óðal

Borgarbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman einstakling í starf aðstoðarforstöðumanns í félagsmiðstöðinni Óðal. Um er að ræða 80% starf.

Í Óðal þjónustum við börn og ungmenni í Borgarbyggð á aldrinum 10-16 ára. Meginhlutverk félagsmiðstöðvarinnar Óðals er að bjóða börnum og ungmennum innihaldsríkt tómstundastarf. Í Óðal bjóðum við öllum börnum og ungmennum þátttöku í fjölbreyttu tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Unnið er í opnu starfi, skipulagðri dagskrá, tímabundnum verkefnum, í klúbbum og sértæku hópastarfi.

Einnig viljum við að bjóða upp á þægilegt umhverfi sem einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem við leggjum mikla áherslu á jákvæð samskipti og lýðræðislega starfshætti.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar forstöðumann við að skipuleggja, undirbúa og framkvæma félagsmiðstöðvarstarfið í samráði við þátttakendur.
  • Efla virkni, ábyrgð, sjálfsmynd og sjálfstæði barna/ungmenna með fjölbreyttum og aldursviðeigandi viðfangsefnum. 
  • Hefur frumkvæði að því að hugmyndafræði um barnalýðræði sé virkt í starfinu. 
  • Er faglegur leiðtogi og tekur virkan þátt í starfi með börnum á opnunum félagsmiðstöðvarinnar 
  • Aðstoðar forstöðumann með upplýsingaflæði til barna, foreldra og samstarfsaðila 
  • Annast önnur þau verkefni sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs starfssviðs hans. 
  • Annast verkefni sem forstöðumaður setur honum varðandi Ungmennaráð Borgarbyggðar
  • Tekur að sér störf og hlutverk forstöðumanns í fjarveru hans.
  • Sér um kynningar á starfi félagsmiðstöðvarinnar í byrjun skólaárs ásamt forstöðumanni. 

Vinnuskóli og Sumarfjör fyrir 4.-7. bekk. 

Aðstoðarforstöðumaður aðstoðar forstöðumann Óðals við skipulagningu á sumarverkefnum, þ.e vinnuskóla og sumarnámskeið 

  • Frá júní til ágúst að undanskyldu sumarfríi starfar aðstoðarforstöðumaður í vinnuskóla og sumarnámskeiði. 
  • Gerð er sama krafa til aðstoðarforstöðumanns hvort sem um ræðir Óðal eða vinnuskóla/sumarfjör og gilda sömu viðmið og eru hér fyrir ofan. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi með börnum og af félags- eða tómstundarstarfi.
  • Áhugi að vinna með börnum og unglingum
  • Færni í samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Vera jákvæð fyrirmynd fyrir börn og unglinga.
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í félagsmiðstöðvarstarfi.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur til starfsmanna
  • Ýmis afsláttarkjör
Auglýsing birt4. nóvember 2025
Umsóknarfrestur25. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Gunnlaugsgata 8, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar