
Sveitarfélagið Hornafjörður
Hjá Sveitarfélaginu Hornafirði starfar öflugur og samheldin hópur fólks með metnað fyrir framtíð sveitarfélagsins.

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornaförður auglýsir eftir deildarstjóra framkvæmda- og þjónustudeildar.
Við leitum að framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga til að ganga til liðs við teymið okkar. Þetta er lykilhlutverk fyrir þá sem vilja móta sjálfbæra og blómlega framtíð samfélagsins á einstökum stað. Ertu tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og leiða mikilvæga þróun?
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með framkvæmdum og viðhaldi mannvirkja
- Undirbúningur og stjórnun fjölbreytta verkefna sem snúa að framkvæmdum á fjarskipta-, veitu- og gatnakerfum.
- Þátttaka í gerð framkvæmdaráætlana og forgangsröðun verklegra framkvæmda sem munu móta ásýnd sveitarfélagsins.
- Ábyrgð á samskiptum við hönnuði, útboðum, gerð verksamninga, eftirliti og uppgjöri framkvæmda.
- Umsjón með rekstri áhaldahúss og Hornafjarðarhafnar.
- Veita starfsmönnum deildarinnar og forstöðumönnum ráðgjöf við gerð viðhaldsáætlana og skipulagningu framkvæmda.
- Umsjón með kaupum á búnaði sem tengist umferðaröryggi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
- Áskilin er reynsla af undirbúningi, eftirliti og/eða stjórnun verklegra framkvæmda.
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu og mannaforráðum er kostur.
- Þekking á vatns- og fráveitumálum og lögum um opinber innkaup er æskileg.
- Umsækjandi þarf að vera lipur í samskiptum, jákvæður, búa yfir þjónustulund, frumkvæði og drifkrafti til að ná árangri.
- Færni í íslensku er mikilvæg, bæði í ræðu og riti.
- Vandvirkni og hæfni til að vinna hratt úr verkefnum.
- Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
Auglýsing birt10. júlí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Burðarvirkjahönnuðir
Verkís

Langar þig að starfa við framkvæmdareftirlit?
EFLA hf

Regulatory Affairs Specialist
Nox Medical

Deildarstjóri skipulags-, umhverfis- og byggingardeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Framleiðsluverkfræðingur | Manufacturing Engineer
Embla Medical | Össur

Viðskipta- og markaðsstjóri
Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

Scientist – Development of fishing gear technology – two-year position
Hafrannsóknastofnun

Sérfræðingur við þróun á veiðarfæratækni
Hafrannsóknastofnun

Verkefnastjóri framleiðslu í jarðvinnu
Ístak hf

Gildingasérfræðingur (e. Validation Technician)
Kerecis

Sérfræðingur í upplýsingakerfum veitna
Norðurorka hf.