
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Deildarstjóri í Búsetuþjónustu
Deildarstjóri í búsetuþjónustu er starfsmaður félagsþjónustu sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Helstu verkefni er þjónusta við fatlaða. Starfið er unnið samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og öðrum þeim lögum og reglugerðum sem við eiga ásamt reglum Borgarbyggðar um þjónustu sveitarfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Deildarstjóri er staðgengill forstöðumanns
- Hefur yfirsýn yfir þjónustuþarfir íbúa og ber ábyrgð á að starfsemin mæti þeirra þörfum
- Stuðlar að virkni, velferð og vellíðan íbúa
- Ber ábyrgð á gerð og endurmati á einstaklingsáætlunum í samvinnu við íbúa, starfsmenn og forstöðumann
- Verkstýring á daglegum störfum í samstarfi við forstöðumann
- Þróun verkferla fyrir starfsfólk
- Sinnir öðrum störfum sem honum eru falin af yfirmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði félags og heilbrigðisvísinda s.s. þroskaþjálfun, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Reynsla af stjórnun í málaflokki fatlaðs fólks er skilyrði
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Heiðarleiki og jákvæðni
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt12. maí 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Brákarbraut 10, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiJákvæðniTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (12)

Sérkennari - Grunnskólinn í Borgarnesi
Borgarbyggð

Umsjónarkennarar - Grunnskólinn í Borgarnesi
Borgarbyggð

Deildarstjóri í málefnum fatlaðra
Borgarbyggð

Spennandi sumarstarf í búsetuþjónustu
Borgarbyggð

Laus staða félagsráðgjafa hjá Borgarbyggð
Borgarbyggð

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennurum
Borgarbyggð

Leikskólakennari í Uglukletti
Borgarbyggð

Umsjónarmaður Hjálmakletts - 50% starf
Borgarbyggð

Aðstoðarforstöðumaður frístundar í Borgarbyggð - GBF-deild
Borgarbyggð

Starfsfólk í heimaþjónustu
Borgarbyggð

Leikskólakennari á Hnoðraból
Borgarbyggð

Leiðbeinandi í sumarfjöri
Borgarbyggð
Sambærileg störf (1)