
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Deildarstjóri í Búsetuþjónustu
Deildarstjóri í búsetuþjónustu er starfsmaður félagsþjónustu sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Helstu verkefni er þjónusta við fatlaða. Starfið er unnið samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og öðrum þeim lögum og reglugerðum sem við eiga ásamt reglum Borgarbyggðar um þjónustu sveitarfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hefur yfirsýn yfir þjónustuþarfir íbúa og ber ábyrgð á að starfsemin mæti þeirra þörfum
- Stuðlar að virkni, velferð og vellíðan íbúa
- Ber ábyrgð á gerð og endurmati á einstaklingsáætlunum í samvinnu við íbúa, starfsmenn og forstöðumann
- Verkstýring á daglegum störfum í samstarfi við forstöðumann
- Þróun verkferla fyrir starfsfólk
- Sinnir öðrum störfum sem honum eru falin af yfirmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði félags og heilbrigðisvísinda s.s. þroskaþjálfun, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Reynsla af stjórnun í málaflokki fatlaðs fólks er skilyrði
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Heiðarleiki og jákvæðni
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt29. september 2025
Umsóknarfrestur13. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Brákarbraut 10, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFrumkvæðiJákvæðniSjálfstæð vinnubrögðVinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Aðstoðarkona óskast í fjölbreytt starf
NPA miðstöðin - Ísafjörður

Óska eftir NPA aðstoðarfólki
NPA miðstöðin

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla
Arnarskóli

Aðstoðarkona óskast til starfa
Heiða slf

Þroskaþjálfi eða háskólamenntaður sérfræðingur á heimili fatlaðs fólks - Berjahlíð
Hafnarfjarðarbær

Ferðaþjónusta fatlaðra - Akstur
Teitur

Tímabundin aðstoðarkona óstast í hlutastarf/ Temporary Part-time Personal assistant
NPA miðstöðin

Íbúðarkjarninn Kleppsvegi 90 vantar stuðningsfulltrúa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Aðstoðarkona óskast fyrir unglingsstúlku - hlutastarf
K8

Spennandi starf í búsetuþjónustu fatlaðs fólks
Kópavogsbær

Stuðningsfulltrúi óskast á íbúðarkjarna
Ás styrktarfélag

Traust aðstoðarmanneskja óskast á Suðurlandi í 45% starf. Seeking reliable personal Assistants
NPA miðstöðin