Kópavogsbær
Kópavogsbær

Spennandi starf í búsetuþjónustu fatlaðs fólks

Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir að ráða starfsfólk, 20 ára eða eldri, til starfa í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk í Kópavogi.

Um er að ræða 50%-80% hlutastarf, unnið er í vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta unnið morgun- kvöld- helgar og næturvaktir.

Markmið þjónustu við fatlað fólk hjá Kópavogsbæ er að veita persónulegan stuðning og einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu sem skal tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra íbúa bæjarins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við þjónustunotendur í daglegu lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
  • Stuðla að samfélagsþátttöku og auknu sjálfstæði þjónustunotenda.
  • Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum
  • Aðstoða með heimilisstörf
  • Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd
  • Önnur tilfallandi störf 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks 
  • Reynsla sem nýtist í starfi 
  • Bílpróf og Íslenskukunnátta skilyrði 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna undir álagi
  • Hæfileiki til að takast á við breyttar aðstæður og að tileinka sér nýjar nálganir 
Fríðindi í starfi
  • Frítt er í sundlaugar Kópavogsbæjar fyrir starfsmenn bæjarins.
  • Spennandi og skemmtilegt starf með skemmtilegu fólki 
Auglýsing birt18. september 2025
Umsóknarfrestur1. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hörðukór 10, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar