
Seltjarnarnesbær
Á Seltjarnarnesi búa um 4700 manns og leggur Seltjarnarnesbær áherslu á að tryggja íbúum góða alhliða þjónustu.

Bókavörður
Seltjarnarnesbær auglýsir eftir bókaverði til starfa á Bókasafni Seltjarnarness.
Um er að ræða 70-100% stöðu og skipta starfsmenn bókasafnsins með sér vöktum.
Við leitum að jákvæðum, sveigjanlegum og vandvirkum starfsmanni sem býr yfir miklu frumkvæði og elskar að vera í samskiptum við fólk á öllum aldri. Í boði er líflegt starf fyrir einstakling sem hefur ríka þjónustulund, er vel lesinn og áhugasamur um bækur, menningu og viðburði. Starfið felur í sér ráðgjöf og þjónustu við gesti safnsins, upplýsingamiðlun, umsjón með safnkostinum og öðru sem við kemur safninu og þörfum notenda.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónustuvaktir á safninu, aðstoð og almenn ráðgjöf til gesta
- Umsjón með útlánum og skilum gagna
- Frágangur og viðgerð safngagna
- Umsjón með daglegri ásýnd safnsins
- Undirbúningur og aðkoma að viðburðastarfi
- Ýmis skilgreind sérverkefni og teymisvinna
- Ábyrgð á trúnaðarupplýsingum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Almenn tölvukunnátta og færni í notkun samfélagsmiðla
- Rík þjónustulund, jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, sveigjanleiki, vinnusemi og sjálfstæð vinnubrögð
- Áhugi og almenn grunnþekking á bókmenntum
- Reynsla af þjónustustörfum er nauðsynleg
- Reynsla af starfi á bókasafni er kostur
- Gott vald á bæði íslensku og ensku í ræðu og rit
Fríðindi í starfi
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- Bókasafnskor
Auglýsing birt2. janúar 2026
Umsóknarfrestur19. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Cargo Agent í vöruhúsi - Sumarstörf 2026
Icelandair

Skrifstofustarf í innheimtu
Landspítali

Sölu- og þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg

Controller í GOC - Sumarstarf 2026
Icelandair

Gagnasöfnun - spyrlar
Hagstofa Íslands

Ráðgjafi í verslun - Höfuðborgasvæðið
Bílanaust

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri BHM
BHM

Sölumaður - Prívat lúxusferðir
Deluxe Iceland

Supervisor í Jet Center - Sumarstörf 2026
Icelandair

Móttökustöðvar í Fjarðabyggð
Kubbur ehf.

brafa leitar að sölu- og markaðsfulltrúa
brafa

Gjaldkeri og Innheimtuaðili: 50-100% Starfshlutfall
Key Car Rental