
JYSK
JYSK er hluti af alþjóðlegu verslunarkeðjunni JYSK. Fyrsta verslunin var opnuð á Íslandi árið 1987 af þeim Jákup Jacobsen og Jákupi N. Purkhús og hét þá Rúmfatalagerinn. Í dag eru verslanir JYSK 7 talsins ásamt vefverslun og vöruhúsi. Verslanir eru staðsettar á Smáratorgi, Skeifunni, Granda, Bíldshöfða, Selfossi, Reykjanesbæ og Akureyri.
JYSK hefur verið leiðandi á lágvöruverðsmarkaðnum á Íslandi frá upphafi. JYSK hefur ávallt haft það að markmiði að bjóða frábært vöruúrval, góða þjónustu ásamt því að vera ávallt með góð tilboð.

Aðstoðarverslunarstjóri á Akureyri
Verslun okkar á Akureyri leitar eftir leiðtoga í stöðu aðstoðarverslunarstjóra.
Við leitum að árangursdrifnum og metnaðarfullum leiðtoga til að stýra verslun okkar á Akureyri. Viðkomandi þarf að tryggja framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini okkar og vera leiðtogi og fyrirmynd starfsfólks. Unnið er á virkum dögum með einhverri viðveru um helgar.
Um 100% starf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á daglegum rekstri verslunarinnar ásamt verslunarstjóra
- Verkefnastjórnun
- Útlit og framstilling
- Sala og fagleg ráðgjöf til viðskiptavina
- Þjálfun starfsfólks
- Styðja við störf verslunarstjóra og sjá um afleysingar þegar þörf er á
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af verslunarstjórn eða rekstri
- Reynsla af sölu- og þjónustustörfum
- Rík þjónustulund og skilningur á þörfum viðskiptavina
- Metnaður og frumkvæði
- Skipulögð og vönduð vinnubrögð
- Geta til að vinna sjálfstætt og undir álagi
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Auglýsing birt19. september 2025
Umsóknarfrestur10. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Austursíða 2, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMetnaðurSölumennskaVerkefnastjórnunVinna undir álagiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölufulltrúi Timburverslun Byko Breidd
Byko

Verslunarstjóri í Lyfjaval Urðarhvarfi
Lyfjaval

Vaktstjóri í fullt starf - Krónan Reykjanesbæ
Krónan

Lyf og heilsa Glerártorgi - Framtíðarstarf
Lyf og heilsa

Rekstrarstjóri / Operations manager Gaeta Gelato
Gaeta Gelato

Kjötkompaní - verslunarstarf
Kjötkompaní ehf.

Lager
Bílanaust

Sölufulltrúi í verslun
Augastaður

Egilsstaðir: Framtíðarstarf í timbursölu
Húsasmiðjan

Starfsmaður í áfyllingu
OMAX

Starfsfólk í verslun í Kauptúni - fullt starf
ILVA ehf

Þjónustufulltrúi í þjónustudeild Vatn og Veitur, Kópavogi
Vatn & veitur