

Aðstoðarskólastjóri Hraunvallaskóla
Hraunvallaskóli í Hafnarfirði leitar að árangursdrifnum stjórnanda í starf aðstoðarskólastjóra. Hér gefst kjörið tækifæri fyrir áhugasaman og metnaðarfullan einstakling sem vill taka virkan þátt í þróun og uppbyggingu skólastarfs í skapandi og hlýlegu umhverfi.
Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Í kennsluskipulagi er m.a. lögð áhersla á samvinnu nemenda, fjölbreytta kennsluhætti og skapandi skólastarf þar sem kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum. Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta – samvinna – ábyrgð.
Umsækjandi þarf að hafa leiðtogahæfileika og góða og víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Dagleg stjórnun og rekstur skólans í samstarfi við skólastjóra og annað starfsfólk
- Er staðgengill skólastjóra
- Þátttaka í stefnumótun á starfsemi skólans í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla
- Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Hæfniskröfur:
- Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- eða kennslufræða æskileg
- Þátttaka og reynsla af stjórnun af fjölbreyttu tagi, ekki síst úr grunnskóla.
- Víðtæk kennslureynsla í gunnskóla
- Þekking og/eða reynsla á SMT skólafærni æskileg
- Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar
- Þekking og færni á teymisvinnu og teymiskennslu
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Umsóknarfrestur er til 10. september 2025.
Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.
Ráðið er í stöðuna frá 1. nóvember ágúst 2025, eða samkvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lars J. Imsland skólastjóri, [email protected] í síma 590 2800.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SÍ.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.


































