Kársnesskóli
Kársnesskóli
Kársnesskóli

Forfallakennari óskast í Kársnesskóla

Forfallakennari óskast í Kársnesskóla skólaárið 2025 - 2026

Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru um 400 nemendur í 5. til 10. bekk og 65 starfsmenn og þar ríkir góður starfsandi. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Í Kársnesskóla eru allir nemendur í 5.-10.bekk með spjaldtölvur og áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti.

Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja.

Ráðningartími og starfshlutfall
Um er að ræða tímabundna ráðningu skólaárið 2025 – 2026 í tilfallandi forföll.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu
  • Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði
  • Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ

Ráðning er frá og með 10. september 2025

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Góðar upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans http://karsnesskoli.is/

Upplýsingar gefur Sigrún Valdimarsdóttir skólastjóri í síma 441-4600.

Öll, óháð kyni eru hvött til að sækja um starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð

Forfallakennsla í öllum árgöngum skólans.

Auglýsing birt26. ágúst 2025
Umsóknarfrestur8. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Vallargerði
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar