Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista

Aðstoðarmanneskja í sjúkraþjálfun

Hrafnista Laugarási í Reykjavík óskar eftir að ráða skipulagðan og sjálfstæðan einstakling sem aðstoðarmann sjúkraþjálfara í sjúkraþjálfunarteymi Hrafnistu í Laugarási. Um 50-70% framtíðarstarf er að ræða. Sjúkraþjálfun í Laugarási þjónustar bæði íbúa hjúkrunarheimilisins og einstaklinga sem koma í tímabundna dagendurhæfingu . Vinnan og skjólstæðingahópurinn er því afar fjölbreyttur.

Viðkomandi kemur til með að starfa undir leiðsögn deildarstjóra og annarra sjúkraþjálfara í fjölbreyttum verkefnum, skipulagi og utanumhaldi. Vinnan er fjölbreytt og á sér m.a. stað í tækjasal og inni á hjúkrunardeildum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða sjúkraþjálfara við að framfylgja þjálfunar- og endurhæfingaráætlun íbúa og annarra þjónustuþega.
  • Umsjón með pöntunum á rekstrarvörum
  • Umsjón með ýmsu skipulagi innan deildar
  • Önnur tilfallandi verkefni
  • Teymisvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og/eða brennandi áhugi af starfi með eldra fólki 
  • Jákvæðni og þjónustulund
  • Góð samskiptahæfni og hæfni til samvinnu
  • Frumkvæði og sjálfstæði
Auglýsing birt18. júlí 2025
Umsóknarfrestur6. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Brúnavegur 4, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar