
Fellaskóli Fellabæ
Fellaskóli í Fellabæ er grunnskóli þar sem lögð er áhersla á að efla bókvit, verkvit og siðvit jöfnum höndum. Í skólanum eru um 100 nemendur og þeim er skipt niður á þrjú stig; yngsta stig ( 1. – 4. bekk), miðstig ( 5. – 7. bekk) og unglingastig (8. – 10.) bekk. Á hverju stigi starfa kennarar og annað fagfólk saman í teymum. Við skipulag kennslu er horft til þess að nemendur eru á hverjum tíma mislangt komin á mismunandi sviðum þroska. Nemendur hafa einnig mismunandi styrkleika, áhugasvið og getu. Námi og öðru starfi skólans er ætlað að stuðla að alhliða þroska nemandans út frá forsendum og hæfileikum hvers og eins. Skólastarfið miðast við að stuðla jafnt að tilfinningalegum og félagslegum þroska sem og vitsmunalegum.

Stuðningsfulltrúi
Stuðningsfulltrúi óskast til starfa við Fellaskóla. Um 100% framtíðarstarf er að ræða. Einnig hægt að semja um lægra starfshlutfall. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Við erum að leita að metnaðarfullum og kröftugum einstaklingi sem er tilbúinn til að vinna með börnum og unglingum á uppbyggjandi hátt.
Næsti yfirmaður er skólastjóri Fellaskóla
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir
- Aðstoða nemendur í skólastarfi
- Aðstoðar nemendur við að ná settum viðmiðum samkvæmt skólanámsskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara, deildarstjóra stoðþjónustu og skólastjóra.
- Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum í skólastarfinu.
- Starfar einnig með börnum í frístund
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stuðningsfulltrúanám eða sambærilegt nám æskilegt, eða nám sem nýtist í starfi.
- Góð samskipta- og samstarfshæfni og vera tilbúinn að vinna með öðrum.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Áhugi á að starfa með börnum og á auðvelt með að eiga samskipti við þau.
- Góð íslenskukunnátta.
- Hreint sakavottorð.
Fríðindi í starfi
Heilsueflingarstyrkur
Advertisement published12. August 2025
Application deadline22. August 2025
Language skills

Required
Location
Einhleypingur 2, 700 Egilsstaðir
Type of work
Skills
ProactiveClean criminal recordHuman relationsAmbitionIndependenceNo tobacco
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Skólaliði við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Vesturbæjarskóli - Stuðningsfulltrúi
Vesturbæjarskóli

Frístund - hlutastörf
Seltjarnarnesbær

Stuðningsfulltrúi í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Leikskólakennari - leikskólaliði
Leikskólinn Ösp

Urriðaholtsskóli óskar eftir umsjónarkennara í 3. bekk
Urriðaholtsskóli

Aðstoðarmanneskja óskast á röntgendeild á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Frístundaleiðbeinandi með umsjón (stuðningur) - Frístundaheimilið Úlfabyggð í Dalskóla
Dalskóli

Skóla- og frístundaliði í Skarðsel - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær

Frístundarleiðbeinandi í frístundaheimili á Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Klettaskóli - stuðningsfulltrúi
Klettaskóli