
Leikskólakennari - leikskólaliði
Erum við að leita að þér? Við þurfum að bæta við frábært starfsmannateymið okkar hér í leikskólanum Ösp. Markmið okkar er að stuðla að jöfnum tækifærum barna til að láta drauma sína rætast!
Leikskólakennari eða leikskólaliði óskast til starfa í leikskólann Ösp, sem er staðsettur í hjarta Fellahverfisins. Starfsmannateymið leggur áherslu á samvinnu og nýtir fjölbreyttar leiðir sem styðja við almennan þroska barna.
Lögð er áhersla á auðugt málumhverfi, vellíðan og starfsaðferðir sem mæta þörfum fjölbreytileika barnahópsins í leikskólanum, sem er með ríkan tungumála- og menningarbakgrunn.
Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi, þar sem enginn dagur er eins og við sköpum ný ævintýri á hverjum degi. Spennandi þróunarverkefni er í gangi um mál og læsi, með leikskólanum Holti og Fellaskóla.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt lögum um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla, stefnu og skipulagi.
- Vinnur með og tekur þátt í leik og starfi með börnunum í leikskólanum.
- Sinnir þeim störfum innan leikskólans sem yfirmaður felur honum.
- Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði, lágmark á stigi C1 skv. evr. tungumálarammanum
- Reynsla af starfi í leikskóla.
- Stundvísi og faglegur metnaður.
- Frumkvæði, áhugi og vilji til að leita nýrra leiða.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Menningarkort – bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- Heilsuræktarstyrkur
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf












