
Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.
Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir einstaklingi til að sinna stöðu snemmtækrar íhlutunar
Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir einstaklingi í 100% starfshlutfall til að sinna stöðu snemmtækrar íhlutunar í samráði við leikskólastjóra og sérkennslustjóra.
Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir "Uppeldi til ábyrgðar".
Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf.
Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum. Heimasíða leikskólans http://www.holtakot.is/
Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinnir snemmtækri íhlutun inná deildum og styður við börn sem þess þurfa
- Vinna að uppeldi og menntun barnanna í samvinnu við sérkennslustjóra og deildarstjóra
- Vinna að faglegu starfi deilda
- Tekur þátt í foreldrasamvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn) eða menntun á sviði sérkennslufræða, uppeldisfræði, þroskaþjálfunar eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
- Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg
- Ánægja af því að starfa með börnum
- Áhugi á heilsueflandi leikskólastarfi og hreyfingu
- Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
- Íslenskukunnátta á stigi B2 skv. evrópska tungumálarammanum
- Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Full stytting eða einn frídagur í mánuði og hluti af styttingu safnað í frídaga (sem teknir eru utan sumarorlofstímabils)
- Leikskólinn er lokaður í dymbilviku og 2. janúar vegna styttingar starfsfólks
- Opnunartími leikskólans er 7:30-16:30 mánud.- fimmtud. og 7:30-16:00 á föstudögum
- Fimm skipulagsdagar á ári
- 25% stöðugildi á hverri deild vegna snemmtækrar íhlutunar
- Starfsmannaafsláttur er af leikskólagjöldum og forgangur inn í leikskóla fyrir börn starfsmanna
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið árskort í sundlaugar bæjarins, menningarkort í Hönnunarsafnið og bókasafnskort og eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk.
Advertisement published13. August 2025
Application deadline2. September 2025
Language skills

Required
Location
Breiðumýri, 225 Breiðumýri
Type of work
Skills
ProactivePositivityHuman relationsIndependence
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (6)

Krókamýri, heimili fatlaðs fólks óskar eftir starfsfólki
Garðabær

Hress og drífandi einstaklingur óskast í stuðning
Garðabær

Heimilisfræðikennari í Garðaskóla
Garðabær

Pípulagningarmaður eða reynslumikill einstaklingur
Garðabær

Leikskólinn Hæðarból auglýsir eftir leikskólakennara
Garðabær

Sjálandsskóli óskar eftir umsjónarkennara í 1. bekk
Garðabær
Similar jobs (12)

Félagsmiðstöðin Fókus, hlutastarf
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)

Frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Umsjónarkennari á yngsta stigi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Umsjónaraðili frístundar
Fellaskóli Fellabæ

Frístundaráðgjafi í tímavinnu
Fjölskyldusvið

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir starfsfólki í Frístund
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólakennara á leikskólastigi
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólasérkennara
Urriðaholtsskóli

Leikskólinn Holt - Leikskólastjóri
Reykjanesbær

Skólaliði við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð