Fjölskyldusvið
Fjölskyldusvið
Fjölskyldusvið

Frístundaráðgjafi í tímavinnu

Auglýst er eftir frístundaráðgjafa í starf með börnum og ungmennum sem þurfa stuðning í frítíma sínum. Frístundaráðgjafi starfar í Sólinni, en þar er rekið frístundastarf þar sem öll börn og ungmenni geta tekið þátt og notið sín á eigin forsendum og framlag hvers og eins er mikilvægt fyrir hópinn.


Viðkomandi vinnur í teymi ásamt öðru starfsfólki og tekur þátt í öllu frístundastarfi Sólarinnar. Starfsstöð frístundaráðgjafa er í Fellabæ en viðkomandi gæti þurft að fara á milli bæjarkjarna Múlaþings eftir þörfum.

Markmið starfsins er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára, þar sem uppeldisgildi frístundastarfs er höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og ungmennum með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar.

Um er að ræða starf í tímavinnu og er ráðið í starfið frá ágúst 2025. Næsti yfirmaður frístundaráðgjafa er forstöðuaðili frístundar hjá Múlaþingi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Styðja við börn og ungmenni í athöfnum daglegs lífs eins og við á. 
  • Að virkja börn og ungmenni til þátttöku og framkvæmda í starfinu, einkum þau sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðnings vegna fötlunar eða félagslegra aðstæðna.
  • þátttaka í stefnumörkun og gerð starfsáætlana fyrir frístundamiðstöðina og forvarnaráætlun í samráði við yfirmann. 
  • sér til þess að börnum og ungmennum líði vel og finni til öryggis í frístundamiðstöðinni. 
  • Leitast eftir að ná til þeirra barna og ungmenna sem ekki sinna heilbrigðum viðfangsefnum í frístundum sínum. 
  • Situr reglulega starfsmannafundi í frístundamiðstöðinni ásamt öðru starfsfólki.
  • Samskipti og samstarf við börn og ungmenni, foreldra og forsjáraðila, samstarfsfólk og aðra innan teymi barnsins.
  • Vinnur samkvæmt skipulagi og leiðbeiningum frá yfirmanni að faglegu starfi með börnum og ungmennum í frístundum þeirra. 
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi. Háskólamenntun á sviði uppeldis-, tómstunda- og/eða félagsmálafræði eða sambærileg uppeldismenntun mikill kostur.
  • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er nauðsynleg og þekking á málaflokknum æskileg.
  • Góð íslenskukunnátta í máli og ritun.
  • Umsækjandi þarf að vera 20 ára gamall og hafa hreint sakavottorð skv. 10. gr. Æskulýðslaga (lög nr. 70/2007).
  • Snyrtimennska, góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
  • Heiðarleiki og stundvísi, auk umburðalyndi. 
  • Er góð fyrirmynd. 
  • Bílpróf
Advertisement published13. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Frístundaheimilið Sólin, Lagarfell 15
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.HonestyPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Non smokerPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.No tobaccoPathCreated with Sketch.No vapingPathCreated with Sketch.Customer service
Suitable for
Professions
Job Tags