Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Starfsmaður í frístundaþjónustu við ungmenni með fötlun

Suðurnesjabær óskar eftir ábyrgum og drífandi einstaklingum í starf við frístundaþjónustu fyrir ungmenni með fötlun. Starfið felur í sér að veita persónulegan stuðning í frístundarúrræði í samræmi við 16. gr. laga nr. 38/2018, þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu og virka þátttöku barna og ungmenna í félagslegu lífi, leik og hreyfingu.

Vinnutíminn eftir hádegi alla virka daga strax eftir skóla og á skólafrídögum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita persónulegan stuðning við börn og ungmenni með fötlun
  • Stuðla að virkri þátttöku í félagslífi, leik og hreyfingu
  • Aðstoða við daglegar athafnir og samskiptaþjálfun
  • Vinna út frá einstaklingsbundnum þjónustuáætlunum
  • Taka þátt í undirbúningi, frágangi og skipulagi frístundarstarfs
  • Koma fram af virðingu, nærgætni og sveigjanleika
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Almenn menntun sem nýtist í starfi
  • Félagsliðanám eða sambærilegt nám kostur
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Þekking og reynsla af vinnu með börnum/ungmennum með fötlun er æskileg.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæð og lausnamiðuð hugsun.
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi.
  • Faglegur metnaður, ábyrgð og frumkvæði í starfi
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
Advertisement published8. August 2025
Application deadline24. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Miðnestorg 3, 245 Sandgerði
Type of work
Professions
Job Tags