
Fellaskóli Fellabæ
Fellaskóli í Fellabæ er grunnskóli þar sem lögð er áhersla á að efla bókvit, verkvit og siðvit jöfnum höndum. Í skólanum eru um 100 nemendur og þeim er skipt niður á þrjú stig; yngsta stig ( 1. – 4. bekk), miðstig ( 5. – 7. bekk) og unglingastig (8. – 10.) bekk. Á hverju stigi starfa kennarar og annað fagfólk saman í teymum. Við skipulag kennslu er horft til þess að nemendur eru á hverjum tíma mislangt komin á mismunandi sviðum þroska. Nemendur hafa einnig mismunandi styrkleika, áhugasvið og getu. Námi og öðru starfi skólans er ætlað að stuðla að alhliða þroska nemandans út frá forsendum og hæfileikum hvers og eins. Skólastarfið miðast við að stuðla jafnt að tilfinningalegum og félagslegum þroska sem og vitsmunalegum.

Grunnskólakennari
Fellaskóli í Múlaþingi auglýsir eftir kennara vegna afleysinga skólaárið 2025/2026 en með möguleika á framtíðarstarfi. Starfshlutfall getur verið samkomulag. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Fellaskóli er notalegur lítill skóli með tæplega 100 nemendur. Við störfum samkvæmt aðferðum leiðsagnarnáms og byrjendalæsis. Uppeldisstefna skólans er jákvæður agi. Við leggjum áherslu á útinám og höfum verið að þróa þá kennslu á öllum skólastigum undanfarin ár þar sem um samþættingu námsgreina og teymisvinnu er að ræða.
Næsti yfirmaður er skólastjóri Fellaskóla
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast kennslu nemenda í samráði i við skólastjórnendur og aðra kennara.
- Vinna samkvæmt stefnu skólans.
- Stuðla að vegferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
- Góð hæfni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
- Góð skipulagshæfni, jákvæðni, frumkvæði og reynsla.
- Góð íslenskukunnátta.
- Vilji til að starfa í teymum.
- Hreint sakavottorð.
Fríðindi í starfi
Heilsueflingarstyrkur
Advertisement published12. August 2025
Application deadline22. August 2025
Language skills

Required
Location
Einhleypingur 2, 700 Egilsstaðir
Type of work
Skills
ProactiveHonestyTeachingHuman relationsConscientiousPlanningTeam workPatience
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Umsjónarkennari á yngsta stigi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir einstaklingi til að sinna stöðu snemmtækrar íhlutunar
Garðabær

Umsjónaraðili frístundar
Fellaskóli Fellabæ

Frístundaráðgjafi í tímavinnu
Fjölskyldusvið

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir starfsfólki í Frístund
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólakennara á leikskólastigi
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólasérkennara
Urriðaholtsskóli

Leikskólinn Holt - Leikskólastjóri
Reykjanesbær

Skólaliði við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð