
Heimilistæki ehf
Heimilistæki reka fimm verslanir víðsvegar um landið; í Reykjavík, Selfossi, Reykjanesbæ, Akureyri og Egilsstöðum.
Markmið Heimilistækja er að bjóða upp á framúrskarandi vöruúrval sambærilegt því sem gerist í stærstu verslunum erlendis en á sama tíma að veita mjög góða og persónulega þjónustu.
Verslanir Heimilstækja eru hluti af Heimilistækja fjölskyldunni sem á og rekur fjölbreyttar verslanir um land allt. Verslanir samstæðunnar eru Heimilistæki, Tölvulistinn, Rafland, Byggt og búið, Kúnígúnd og Iittala búðin en auk þess rekur fyrirtækið heildsöluna Ásbjörn Ólafsson, Raftækjalagerinn og verkstæði. Hjá samstæðunni starfa tæplega 200 starfsmenn í fjölbreyttum störfum þar sem lögð er áhersla á jákvætt starfsumhverfi og vinalegan starfsanda.

Sölufulltrúi - Hlutastarf um helgar
Heimilistæki óska eftir að ráða sölufulltrúa í hlutastarf. Um er að ræða helgarvaktir aðra hverja helgi, laugardaga 11-16 og sunnudaga 13-17.
Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini verslunarinnar þar sem rík áhersla er á ráðgefandi sölu og góða upplýsingamiðlun ásamt framúrskarandi þjónustu.
Sölufulltrúar Heimilistækja taka einnig vaktir skv. samkomulagi í Tölvulistanum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn afgreiðslu- og sölustörf ásamt framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini verslunarinnar.
- Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum verslunarinnar.
- Áfyllingar og framstillingar.
- Móttaka og afhending á vörum.
- Þrif í verslun.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölu- og þjónustörfum mikill kostur.
- Þekking og áhugi á tölvum, raf- og heimilistækjum.
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.
- Heiðarleiki, stundvísi og metnaður.
- Mjög góð íslensku og ensku kunnátta.
Advertisement published13. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Required
Location
Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
Customer checkoutHonestyClean criminal recordAmbitionNon smokerConscientiousSalesPunctualNo tobaccoNo vapingCustomer service
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Snyrtivöruráðgjafi í nýrri L’Occitane & SkincareLab verslun í Smáralind
L'Occitane & SkincareLab

Sala og framleiðsla
Úrval Útsýn

Lyfja Heyrn - þjónustulipur liðsfélagi
Lyfja

Ráðgjafi í verslun - komdu í liðið okkar!
Rekstrarvörur ehf

Volcano Express Ambassador / Part time
Volcano Express

Ert þú liðsfélaginn sem við leitum að hjá Múrbúðinni í Keflavík?
Múrbúðin ehf.

Viðskiptastjóri Billboard
Billboard og Buzz

Mývatn - verslunarstjóri
Vínbúðin

Hlutastarf í verslun - BYKO Akureyri
Byko

Afgreiðsla í verslun og samfélagsmiðlar.
Allt í köku ehf.

Tjónaráðgjafi í tjónaþjónustu
VÍS

Sölu- og þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
MAX1 | VÉLALAND