Múrbúðin ehf.
Múrbúðin ehf.
Múrbúðin ehf.

Ert þú liðsfélaginn sem við leitum að hjá Múrbúðinni í Keflavík?

Ertu handlagin(n), lausnamiðuð(aður) og hefur gaman af kraftmiklu vinnuumhverfi? Viltu vera hluti af lifandi verslun sem þjónustar einstaklinga og fagmenn á öllum stigum framkvæmda?

Við, hjá Múrbúðinni Keflavík, leitum að öflugum liðsfélaga í fjölbreytt og krefjandi starf í búðinni okkar í Fuglavík 18, 230 Reykjanesbæ.

Við leitum að aðila sem tekur af skarið, getur hlaupið hratt ef þarf – og vill gera hlutina vel. Um framtíðarstarf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða viðskiptavini í verslun og afgreiðsla á kassa
  • Kynning á vörum og eiginleikum þeirra og hvernig þær nýtast til að leysa vandamál viðskiptavina
  • Móttaka vöru, frágangur og uppröðun í hillur
  • Umsjón með vörumerkingum og uppröðun í búð
  • Þátttaka í umbótum og nýsköpun innan verslunar
  • Sjá til þess að verslunin sé alltaf snyrtileg
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Ertu drífandi og sjálfstæð(ur) – nennir ekki að bíða eftir fyrirmælum
  • Hefur þú góða samskiptahæfni og þjónustulund og hefur gaman af því að selja skemmtilegar vörur
  • Hefur þú grunnþekkingu á byggingarvörum og verkfærum – eða ert viljug(ur) til að læra
  • Ertu líkamlega hraust(ur) og ekki hrædd(ur) við að lyfta eða hreyfa hluti
  • Ertu skipulögð/skipulagður og villt hafa hlutina í röð og reglu
  • Ertu tölvulæs og getur bjargða þér í flestum forritum
  • Ertu stundvís og áreiðanleg(ur)
  • Ef þú ert með iðnmenntun þá er það kostur. Ef þú ert með reynslu af múrverki þá er það mikill kostur.
  • Það væri gott ef þú ert með lyftarapróf - annars hjálpum við þér að fá það.
Advertisement published15. August 2025
Application deadline31. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
PolishPolish
Optional
Intermediate
Location
Fuglavík 18, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Customer checkoutPathCreated with Sketch.DrivePathCreated with Sketch.MasonryPathCreated with Sketch.SalesPathCreated with Sketch.Customer service
Work environment
Professions
Job Tags