
Rafland hf.
Árið 2017 sameinuðust tvær rótgrónar verslanir í íslensku viðskiptalífi, Einar Farestveit og co. og Sjónvarpsmiðstöðin, undir sameiginlega merkinu Rafland. Þar sem áður var Sjónvarpsmiðstöðin er nú sjónvarps- og raftækjadeild Raflands staðsett áfram í Síðumúla 2 en starfsemi Einars Farestveit fellur nú undir heimilistækjadeild Raflands og er staðsett í Síðumúla 4.
Starfsfólk með áratuga langa reynslu og sérþekkingu úr verslununum tveimur hefur sameinað krafta sína sem starfsfólk Raflands þar sem boðið er upp á fyrsta flokks þjónustu og persónulega aðstoð.
Einkennisorð Raflands eru Betra borgar sig. En við leggjum áherslu á hágæða vörur sem endast, valdar með aðstoð sérfræðinga fyrir ólíkar þarfir nútímaheimilisins. Við bjóðum upp á þekkt og vönduð vörumerki á borð við LG, KitchenAid, harman kardon, Sonos, Saeco, JBL, Dyson, Panasonic, Siemens, Bosch, Beko og Yamaha.
Í Raflandi fæst úrval af raftækjum fyrir heimilið, þar fást stór sem smá heimilistæki allt frá þvottavélum, ofnum og helluborðum yfir í blandara og minni heimilistæki ásamt raftækjum eins og sjónvörpum, heimabíóum og hljómtækjum.

Sölufulltrúi - Helgarvinna
Rafland leitar að öflugum sölufulltrúa til starfa um helgar og á háannatímum í verslun okkar að Síðumúla 2. Hentar vel fyrir skólafólk sem hefur áhuga á raf- og heimilistækjum og vantar aukavinnu.
Vinnutími er annan hvern laugardag kl. 11-16 ásamt möguleika á aukavöktum virka daga yfir háannatíma.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn afgreiðslu- og sölustörf ásamt framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini verslunarinnar.
- Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum verslunarinnar.
- Áfyllingar og framstillingar.
- Móttaka og afhending á vörum.
- Þrif í verslun.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking og áhugi á raf- og heimilistækjum.
- Reynsla af sölu- og þjónustörfum kostur.
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.
- Heiðarleiki, stundvísi og metnaður.
- Mjög góð íslensku og ensku kunnátta.
Advertisement published5. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Required
Location
Síðumúli 2, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveHonestyClean criminal recordPositivityHuman relationsNon smokerConscientiousIndependenceSalesPunctualNo tobaccoNo vapingWorking under pressureCustomer service
Suitable for
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Starfsmaður í verslun Verkfærasölunnar á Akureyri óskast
Verkfærasalan ehf

Sölufulltrúar í verslunum 66 Norður
66°North

SÖLUFULLTRÚI
Sælgæti Sælkerans

Afgreiðsla í verslun
MÓRI

Vöru- og viðskiptastjóri
Kjaran ehf.

Lagerstarfsmaður - Lagnaverslun Byko Breidd
Byko

Afgreiðslufulltrúi / Customer service
Happy Campers

Newrest - Þrif og uppvask
NEWREST ICELAND ehf.

Kassastarfsmaður - fullt starf
BAUHAUS slhf.

Vilt þú bætast í hópinn?
MEBA

Sölufulltrúi á Akureyri
Avis og Budget

Afgreiðslustarf á Brikk Skeifan
Brikk - brauð & eldhús