

Afgreiðsla í verslun
Móri leitar að starfsmanni í verslun.
Á Nýbýlavegi 10 og í verslun okkar í Kringlunni. Unnið er á báðum stöðum.
* Starf 60-80% starfshlutfall *
Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum og duglegum starfsmanni til að sinna afgreiðslu og sölustarfi ásamt því að taka til pantanir viðskiptavina. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt.
Móri er verslun með fallegar gæludýravörur sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu ásamt því að reka öfluga vefverslun.
Um er að ræða framtíðarstarf
Starfið miðast við vinnu á virkum dögum sem og annan hvern laugardag eða aðra hverja helgi.
Vinnutími helst í hendur við opnunartíma verslanna.
Verslunin er á tveimur stöðum í sérlega glæsilegu verslunarrýmum, annars vegar á Nýbýlavegi 10 og hins vegar í Kringlunni (2 hæð)
Starfsmenn Móra vinna á báðum starfsstöðum.
Við hvetjum öll til að sækja um og hlökkum til að heyra frá þér!
Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.
*18 ára aldursviðmið*
- Afgreiðsla
- Sölumennska
- Afgreiða pantanir af vefverslun
- Útstillingar í verslun
- Umsjón vefverslunar
- Almenn tölvukunnátta skilyrði
- Reynsla af Shopify mikill kostur
- Þjónustulund
- Söluhæfileikar
- Reynsla á samfélgasmiðlum skilyrði (Instagram og Tiktok)
- Jákvæðni, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
- Áreiðanleiki og stundvísi
- Reynsla í þjónustustörfum
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Hreint sakavottorð
- Að vera dýravinur er skilyrði













