Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista

Sjúkraþjálfari í endurhæfingarteymi

Hrafnista óskar eftir sjúkraþjálfara í öflugt endurhæfingarteymi á Ísafold, Boðaþingi og Skógarbæ. Endurhæfingarteymið samanstendur af sjúkra- og iðjuþjálfum ásamt aðstoðarfólki á hverju heimili.

Um er að ræða fjölbreytt starf sem býður upp á mikinn sveigjanleika og öfluga liðsheild ásamt mótun og þróun á starfinu

Starfshlutfall og vinnutími er eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greining, endurhæfing, þjálfunaráætlun og skráning
  • Tekur þátt í skipulagningu endurhæfingar á deildum
  • Ráðgjöf og umsóknir á hjálpartækjum
  • Fræðsla fyrir íbúa og starfsfólk
  • Teymisvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari frá Landlæknisembættinu
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð skipulagshæfni
  • Faglegur metnaður
  • Jákvæðni og frumkvæði í starfi
Advertisement published21. May 2025
Application deadline1. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Árskógar 2, 109 Reykjavík
Strikið 3, 210 Garðabær
Boðaþing 5-13, 203 Kópavogur
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags