
Endurhæfingastöð hjarta-og lungnasjúklinga
HL stöðin er sérhæfð endurhæfingastöð fyrir einstaklinga með hjarta-og lungnasjúkdóma.
Tekið er á móti einstaklingum í endurhæfingu eftir veikindi og inngrip á sjúkrahúsi svo sem eftir hjartaaðgerðir, lungnaaðgerðir, vegna hjartabilunar, langvinnra lungnasjúkdóma eða versnunar á sjúkdómsástandi.
Framkvæmdastjóri HL-stöðvarinnar í Reykjavík
Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga í Reykjavík (HL stöðin) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Stöðin er stærsta endurhæfingarstöð sinnar tegundar í landinu og starfsemin er í stöðugri mótun. Starfshlutfall er 70-100%.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með daglegum rekstri stöðvarinnar, innkaupum og sjá til þess um að viðeigandi búnaður sé í lagi.
- Ábyrgð á fjármálum stöðvarinnar, daglegum útgjöldum, launagreiðslum og bókhaldsgögnum.
- Starfsmannahald og mönnun annarra starfsmanna en lækna stöðvarinnar, í samráði við yfirsjúkraþjálfara.
- Halda utan um samskipti við opinbera aðila, sjúklingasamtök og aðra aðila sem tengjast starfseminni.
- Undirbúa og sitja stjórnarfundi og upplýsa stjórn um rekstur stöðvarinnar.
- Virk þátttaka í þjálfun sjúklinga.
Menntunar- og hæfniskröfur
- B.Sc. gráða í sjúkraþjálfun eða sambærileg menntun.
- Þekking á endurhæfingu hjarta- og lungnasjúklinga.
- Menntun og/eða reynsla af stjórnun og rekstri.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
- Metnaður, drifkraftur og sjálfstæði í starfi.
Advertisement published8. May 2025
Application deadline22. May 2025
Language skills

Required
Location
Hátún 14, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
Human relationsIndependencePlanning
Professions
Job Tags