Leikskólinn Óskaland
Leikskólinn Óskaland
Leikskólinn Óskaland

Sérkennslustjóri í Óskalandi Hveragerði

Leikskólinn Óskaland verður 9 deilda leikskóli frá og með hausti 2025 með 140- 160 börn á aldrinum 1.- 5 ára. Auglýst er eftir sérkennslustjóra til starfa í 100 % stöðu. Leitað er að lausnamiðuðum og ráðagóðum einstaklingi með brennandi áhuga á vellíðan og farsæld barna, framsækinni skólaþróun og framúrskarandi leikskólastarfi.
Í leikskólanum Óskalandi er leikurinn meginnámsleið barnsins, aðalkennsluleið kennarans og þungamiðja leikskólastarfsins. Börnin fá tækifæri til að leika sér á eigin forsendum, læra á umhverfi sitt, tjá tilfinningar og þróa félagsleg tengsl við önnur börn og kennara.  Í öllum leik vinna börn með hugmyndir sínar og öðlast jafnframt nýja þekkingu og færni. Í leik eflist þroski barna, bæði líkamlegur og andlegur.

Einkunnarorð Óskaland eru: Leikur, lífsgleði og lærdómur

Helstu verkefni og ábyrgð

Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati stoðþjónustunnar í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.

• Vinnur að einstaklingsnámskrá barna sem á þurfa að halda 
• Er faglegur umsjónarmaður stoðþjónustunnar í leikskólanum, annast frumgreiningu og             ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans
• Vinnur í nánu samstarfi við deildarstjóra, foreldra/forráðamenn barna sem njóta                          stoðþjónustu í leikskólanum og situr fundi og viðtöl með þeim
• Stýrir stoðþjónustuteymi leikskólans
• Er tengiliður leikskólans við ýmsa fagaðila utan leikskólans
• Er tengiliður leikskólans í þjónustu í þágu farsældar barna skv. lögum nr. 86/2021 og tekur        þátt í þróun og innleiðingu laganna
• Er hluti af stjórnunarteymi leikskólans

Menntunar- og hæfniskröfur

Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari, þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða önnur sambærile                menntun sem nýtist í starfi
• Æskilegt er að umsækjandi hafi framhaldsmenntun í sérkennslufræðum eða öðru því sem         nýtist í starfi
• Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á lögum um farsæld barna
• Reynsla af stjórnun er æskileg
• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
• Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
• Reynsla í starfi með leikskólabörnum
• Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði

Fríðindi í starfi

• Sundkort
• Stytting vinnuvikunnar

Advertisement published12. May 2025
Application deadline25. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Basic skills
Location
Finnmörk 1, 810 Hveragerði
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.Developmental counselor
Professions
Job Tags