Leikskólinn Skýjaborg
Leikskólinn Skýjaborg
Leikskólinn Skýjaborg

Skýjaborg auglýsir eftir leikskólakennara til starfa

Leikskólinn Skýjaborg auglýsir eftir kennurum til starfa frá 5. ágúst 2025.

Skýjaborg er tveggja deilda leikskóli í Melahverfi, Hvalfjarðarsveit með allt að 40 börn. Í Skýjaborg er lögð áhersla á umhverfismennt, útinám, snemmtæki íhlutun í máli og læsi og sjálfsprottinn leik. Skólinn er grænfánaskóli og gildi skólans eru: Vellíðan, virðing, metnaður og samvinna.

Í Skýjaborg gefst tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast þróun leikskólastarfs, samvinnu við Heiðarskóla og fleiri stofnanir.

Heimasíða leikskólans er: https://skoli.hvalfjardarsveit.is/

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Vinna að uppeldi og menntun barna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara eða leiðbeinenda í leikskóla

·         Vinna í samvinnu við leikskólakennara, deildarstjóra og skólastjórnendur.  

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Leyfisbréf til kennslu*

·         Reynsla af vinnu með börnum  

·         Góð samskiptahæfni

·         Góð íslenskukunnátta

·         Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

*Ef ekki fást leikskólakennarar verður horft til menntunar og reynslu.

 

Fríðindi í starfi

·         35 klst. vinnuvika / 7 klst. vinnudagur. Afleysing er í húsi fyrir styttingunni.

·         Opnunartími leikskólans er 7:30-16:30. 

·         6 skipulagsdagar á ári.

·         Veittur er styrkur til náms í leikskólakennaranámi. 

Advertisement published14. May 2025
Application deadline29. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Innrimelur 1, 301 Akranes
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Care (children/elderly/disabled)PathCreated with Sketch.Patience
Professions
Job Tags