
Umsjónarkennari á yngsta stigi/miðstigi
Víkurskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á yngsta stigi og/eða miðstigi. Mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda meðal nemenda og starfsfólks. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með góða færni í mannlegum samskiptum. Um fullt starf er að ræða.
Um Víkurskóla:
Í Víkurskóla er leitast við að búa nemendum hvetjandi námsumhverfi. Áhersla er lögð á samstarf kennara og annarra starfsmanna um fjölbreytta kennsluhætti. Víkurskóli er heilsueflandi skóli og vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar, Uppeldis til ábyrgðar. Víkurskóli er jafnframt einn af jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Skólinn hefur um árabil tekið þátt í fjölþjóðlegu samstarfi í gegnum Erasmus+.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Almenn kennsla og umsjón á yngsta og/eða miðstigi
- Taka þátt í uppbyggingu og mótun skólastarfsins
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk
- Vinna samkvæmt stefnu skólans
- Vinna að því að skapa góðan skólabrag
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu
- Góð íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Góð færni í samvinnu og samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Áhugi á að starfa með börnum og metnaður til að þróa öflugt skólastarf
Við bjóðum upp á:
- Aðstoð við flutning og öflun húsnæðis fyrir fagfólk
- Góðan starfsanda og liðsheild
- Fjölbreytt og öflugt skólastarf
Umsóknarfrestur til og með 1. júní n.k. Staðan eru laus frá 1. ágúst 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í síma 4871242 / 7761320, jafnframt heimasíða skólans www.vikurskoli.is












