Árbæjarskóli
Árbæjarskóli

Kennari og/eða atferlisfræðingur í námsver Árbæjarskóla

Kennari og/eða atferlisfræðingur óskast til starfa við Árbæjarskóla. Starfið er laust frá og með næsta skólaári, 2025-2026.

Árbæjarskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins. Nemendur eru um 750 talsins og er skólinn safnskóli á unglingastigi. Starfsmenn skólans eru rúmlega 100 og er starfsandi mjög góður. Í skólanum er lögð áhersla á teymisvinnu kennara, starfsþróun og fjölbreytta kennsluhætti. Boðið er upp á fjölbreytt og skapandi nám sem stuðlar að alhliða þroska nemenda með það að markmiði að nemendur verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar í síbreytilegu samfélagi. Skólinn leggur ríka áherslu á vandaða móttöku allra nemenda. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag og samvinna við foreldra og grenndarsamfélag er gott.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og vill vinna í góðu og jákvæðu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu nemenda í námsveri

  • Annast atferlisgreiningu og atferlisþjálfun nemenda

  • Veitir ráðgjöf og leiðsögn til samstarfsaðila

  • Kemur að gerð einstaklingsáætlana

  • Stjórnar og skipuleggur teymisfundi

  • Kemur að daglegri umsjón og skipulagi á sérhæfðri þjónustu

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari

  • Leyfi til að nota starfsheitið atferlisfræðingur

  • Þekking og reynsla af vinnu með nemendum með fjölþættan vanda

  • Leiðtogahæfni, frumkvæði, metnaður og áhugi

  • Reynsla af skipulagi og teymisstjórnun

  • Áhersla er lögð á lipurð í samstarfi og mannlegum samskiptum

  • Mjög góð íslenskukunnátta

Advertisement published14. May 2025
Application deadline25. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Rofabær 34, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags