
Leirvogstunguskóli
Leirvogstunguskóli tók til starfa 17. ágúst árið 2011. Í skólanum eru sex deildir: Fossakot, Kvíslakot, Laxakot, Leirukot, Tungukot og Vogakot.
Lögð er áhersla á markvissa og faglega kennslu í gegnum hreyfingu, leik og skynjun en hugmyndafræði skólans byggir á kennsluaðferðinni Leikur að læra þar sem samþætting hreyfingar við stærðfræði, bókstafa- og hljóða, lita- og formkennslu er höfð að leiðarljósi.
Auk þess er lögð rík áhersla á gott foreldrasamstarf ásamt því að mæta hverju barni eins og það er með jákvæðni. Útivera er mikilvægur þáttur í þroska hvers barns og njóta börnin góðs af stórkostlegri og ósnortinni náttúru Mosfellsbæjar þar sem farið er í gönguferðir og ýmisskonar leiki utan leikskólalóðarinnar.
Dagskipulag er skýr rammi utan um leikskólastarfið þar sem ríkir jafnvægi frjálsra og skipulagðra stunda, inniveru og útiveru.
Skipulag og ákveðnar tímasetningar dagsins gefa starfinu festu og öryggi fyrir börn, starfsfólk og foreldra en er þó sveigjanlegt og veitir svigrúm til þess að bregða út af þegar þörf er á.

Leikskólakennari í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli leitar að leikskólakennurum og/eða leiðbeinendum til starfa
Það eru forréttindi að vinna í leikskóla, viltu koma og vera með ?
Í Leirvogstunguskóla eru um 112 börn á 6 deildum. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, form og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu.
Leitað er eftir kennurum, uppeldismenntuðu fólki og/eða öðru fólki með reynslu til starfa.
Um 100% starfshlutfall er að ræða.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Góð færni í samvinnu og samskiptum
- Virðing og áhugi fyrir börnum
- Fagleg framkoma
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og lausnarmiðað viðhorf
- Góð íslenskukunnátta
Advertisement published16. September 2025
Application deadline10. October 2025
Language skills

Required
Location
Laxatunga 70, 270 Mosfellsbær
Type of work
Skills
Quick learnerProactiveHonestyPositivityConscientiousPunctualTeam workPatience
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Stuðningsfulltrúi í Brekkubæjarskóla
Brekkubæjarskóli

Uppsetning á nemendasöngleik Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Ársól

Leikskólakennarar óskast
Kópasteinn

Leikskólakennari óskast
Helgafellsskóli

Árskógarskóli auglýsir stöðu deildarstjóra
Dalvíkurbyggð

Leikskólakennari - Hamrar
Leikskólinn Hamrar

Umsjónarkennari á miðstigi
Dalskóli

Sérkennari óskast á yngsta stig
Helgafellsskóli

Okkur vantar umsjónarkennara á yngsta stig í Lindaskóla
Lindaskóli

Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Frístundaráðgjafi í tímavinnu
Fjölskyldusvið