
Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.

Krógaból: Leikskólakennarar eða háskólamenntað starfsfólk
Heilsuleikskólinn Krógaból á Akureyri óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun (B.Ed, BA eða BS) sem nýtist í starfi. Um er að ræða ótímabundnar stöður í 50 -100% starfshlutfalli á deild með börnum frá allt að 2-6 ára. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í lok ágúst 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Heilsuleikskólinn Krógaból byggir starfið á fjórum meginstoðum, heilsustefnu, lífsleikni, málrækt og frjálsum leik. Með þessar grunnstoðir að leiðarljósi er unnið að aðalmarkmiði skólans sem er að stuðla að heilbrigðri sál í hraustum líkama og að öll börn verði góð og fróð.
Einkunnarorð skólans eru Virðing – vellíðan – vinátta.
Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn https://krogabol.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna að uppeldi og menntun barnanna.
- Fylgjast vel með velferð þeirra og hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
- Taka þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
- Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
- Sitja fundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi eða öðru kennaranámi sem veitir leyfisbréf til kennslu, eða annarri háskólamenntun (B.Ed.BA eða BS) sem nýtist í starfi leikskólans.
- Reynsla af starfi með börnum er kostur.
- Óskað er eftir sjálfstæðum, ábyrgum, sveigjanlegum og mjög jákvæðum einstaklingum.
- Reglusemi og samviskusemi.
- Afar mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sýni frumkvæði í starfi og sé tilbúinn til að takast á við skemmtilegt starf með börnum.
- Að vera tilbúinn til að leita leiða og nýta tækifærin sem gefast við mótun skólans með skólaþróun að leiðarljósi.
- Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg.
- Gott vald á íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli og geta átt samskipti á íslensku við nemendur, samstarfsfólk og foreldra.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Advertisement published15. May 2025
Application deadline27. May 2025
Language skills

Required
Location
Bugðusíða 3, 603 Akureyri
Type of work
Skills
ProactivePositivityHuman relationsIndependenceFlexibility
Professions
Job Tags
Other jobs (8)

Þroskaþjálfi - ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks
Akureyri

Sumarstörf: Velferðarsvið Akureyrarbæjar
Akureyri

Hlíðarskóli: Þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, sérkennari
Akureyri

Leikskólinn Naustatjörn: Leikskólakennari
Akureyri

Leikskólinn Naustatjörn á Akureyri: Starfsfólk í leikskóla
Akureyri

Glerárskóli: Starfsfólk í íþróttahúsi með stuðning
Akureyri

Glerárskóli: starfsfólk með stuðning í skólastarfi
Akureyri

Glerárskóli: Skólaliði
Akureyri
Similar jobs (12)

ÓE stuðningsaðila og leikskólakennara
Waldorfskólinn Sólstafir

Leikskólinn Bæjarból auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra
Garðabær

Leikskólakennarar
Leikskólinn Álfheimar, Selfossi

Kennarar og starfsfólk óskast til starfa
Leikskólinn Sumarhús

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Sérkennsluteymi – leikskólinn Ösp
Leikskólinn Ösp

Kennara vantar við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Leikskólastjóri
Leikskólinn Mánaland

Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp