Leikskólinn Álfheimar, Selfossi
Leikskólinn Álfheimar, Selfossi
Leikskólinn Álfheimar, Selfossi

Leikskólakennarar

Leikskólinn Álfheimar auglýsir eftir leikskólakennurum frá og með 7. ágúst 2025. Einnig eru lausar stöður núþegar.

Leitað er að leikskólakennurum sem hafa áhuga á að starfa í leikskóla þar sem fram fer faglegt leikskólastarf með áherslu á leik, samvinnu, virðingu, hlýju, traust og gleði. Í leikskólanum Álfheimum er virkt lærdómssamfélag og teymisvinna en ásamt því er leikskólinn einnig grænfána leikskóli þar sem lögð er áhersla á útinám.

Leikskólakennari starfar samkvæmt stefnumörkun leikskólans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu Sveitarfélagsins Árborgar, aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum er við eiga.

Um er að ræða gefandi og skemmtilegt starf í góðu starfsumhverfi barna og kennara. Í stefnu skólans er unnið með leik barna, heilsueflingu, jákvæð og uppbyggjandi samskipti og umhyggjusamt námsumhverfi. Einkunnarorð leikskólans er Virðing, hlýja og traust.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna.
  • Að fylgist vel með velferð leikskólabarna og hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar. 
  • Að taka þátt í teymisvinnu, foreldrasamstarfi og sinnir faglegum verkefnum sem deildarstjóri felur honum. 
  • Að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra. 
  • Að taka þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra. 
  • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans. 
  • Að efla og viðhalda fagþekkingu sinni með reglubundinni endur- og símenntun.  
  • Að sinna þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun leikskólabarna sem yfirmaður felur honum. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf leikskólakennara.
  • Reynsla í leikskólastarfi æskileg.
  • Færni í mannlegum samskiptum.  
  • Reynsla, hæfni og áhugi á starfi með börnum.  
  • Jákvæðni, frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.  
  • Góð íslenskukunnátta æskileg.
Fríðindi í starfi
  • Styttri vinnuvika
Advertisement published22. May 2025
Application deadline2. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Sólvellir 6, 800 Selfoss
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Work environment
Professions
Job Tags