Leikskólinn Sumarhús
Leikskólinn Sumarhús
Leikskólinn Sumarhús

Kennarar og starfsfólk óskast til starfa

Leikskólinn Sumarhús, nýr leikskóli í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, óskar eftir að ráða kennara til starfa í eftirfarandi stöður:

  • Deildarstjóra
  • Leikskólakennara
  • Aðstoð í eldhúsi

Leitað er að lausnamiðuðum og drífandi einstaklingum með brennandi áhuga á vellíðan og farsæld barna, framsækinni skólaþróun og framúrskarandi leikskólastarfi.  

Í leikskólanum er gert ráð fyrir 150 börnum á aldrinum 1-5 ára og mun skólinn starfa eftir heilsustefnunni þar sem heilsa og vellíðan nemanda, starfsfólks og samfélagsins alls verður í forgrunni. Sköpun og leikurinn eru einnig mikilvægur hlekkur í starfinu og er þetta frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla einstaklinga til að koma að þróun leikskólans frá upphafi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppeldi og menntuna barnanna, fylgjast með velferð þeirra og hlúa að þeim andlega og líkamlega 

  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum. 

  • Taka þátt í teymisvinnu innan skólans. 

  • Virkt og gott samstarf við alla aðila skólasamfélagsins. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari eða önnur sambærileg menntun  
  • Kennslureynsla á leikskólastigi  er æskileg 
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót  
  • Fagleg framkoma 
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi og faglegur metnaður  
  • Mjög góð íslenskukunnátta 
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur 
  • Líkamsræktarstyrkur 
  • Sundkort 
  • 36 stunda vinnuviku er náð með 38 stunda vinnuframlagi vikulega.  Starfsfólk safnar því tveimur stundum vikulega sem nýttir er sem frí á skráningardögum leikskóla Mosfellsbæjar
Advertisement published22. May 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Vefarastræti 2-6, 270 Mosfellsbær
Type of work
Professions
Job Tags