
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili eru rekin í samsteypu ásamt Eir-öryggisíbúðum. Á heimilunum er fagleg umönnun, öflug læknisþjónusta með ýmsum sérúrræðum fyrir hópa svo sem blinda og sjónskerta, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% vistmanna útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks, um 650 manns, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !

Íþróttafræðingur óskast til starfa í endurhæfingarteymi Gott að eldast og Hlýjuna dagþjálfun
Eir hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða íþróttafræðing í enduhæfingarteymi Gott að eldast og dagþjálfanir ESH.
Fjölbreytt starf í faglegu endurhæfingarteymi þar sem megináhersla er lögð á að viðhalda færni og sjálfstæði íbúa og auka vellíðan þeirra.
50% í endurhæfingarteymi Gott að eldast verkefninu - felur í sér að viðhalda færni íbúa Mosfellsbæjar og Kjós í samstarfi við heimahjúkrun og félagsþjónustu svo þeir geti búið sem lengst heima. Starfið felst í innlitum og virkniæfingum í heimahúsi.
50% í dagþjálfun sem felst í virkni og þjálfun einstaklinga í Hlýjunni dagþjálfun í Mosfellsbæ.
Viðkomandi hefur starfsstöð á Eirhömrum í Mosfellsbæ og er starfið laust nú þegar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Meta færni skjólstæðinga við daglegar athafnir með viðeigandi matstækni.
- Metur þörf fyrir endurhæfingu skjólstæðinga, setur upp og ber ábyrgð á þjónustuáætlun í samvinnu við endurhæfingarteymið.
- Útbýr persónumiðaða æfingaáætlun
- Ýmiskonar hópþjálfun.
- Gönguþjálfun í heimahúsi sem og Hlýjunni dagþjálfun.
- Fræðsla til íbúa, aðstandenda og starfsfólks
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu.
- Þátttaka í fagþróun.
- Önnur verkefni í samráði við forstöðumann Hamra/Eirhamra
Menntunar- og hæfniskröfur
- BSc eða M.Sc gráða í íþrótta – og heilsufræði.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
- Faglegur metnaður og frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Hæfni til að starfa í teymi og getur brugðist við breyttum aðstæðum ef þörf krefur.
- Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni.
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuvika
- Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni
- Íþróttastyrkur og öflugt starfsmannafélag
Advertisement published18. December 2025
Application deadline4. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
Location
Hlaðhamrar 2, 270 Mosfellsbær
Type of work
Skills
AdaptabilityProactiveSport ScientistPositivityHuman relationsTeam workMeticulousnessPatience
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á legudeild geðrofssjúkdóma
Landspítali

Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara
Sóltún hjúkrunarheimili

Verkefnastjóri FORNOR á Norðurlandi vestra
Sveitarfélagið Skagaströnd

Hjúkrunarfræðingur við umsjón útskrifta á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Kennari í Leikskólann Aðalþing
Aðalþing leikskóli

Ekki Gefast Upp leitar að þjálfurum/leiðbeinendum á sviði íþrótta og tómstunda
Ekki Gefast Upp!

Öflugur stuðningsfulltrúi óskast
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skrifstofustjóri skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu
Landspítali

Skurðhjúkrunarfræðingar / hjúkrunarfræðingar á skurðstofur við Hringbraut
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Seltjarnarnes og Vesturbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Glæsibæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarnemar - Spennandi hlutastörf með námi á taugalækningadeild
Landspítali