

Deildarstjóri óskast
Heilsuleikskólinn Kór er sex deilda leikskóli með um 112 börnum. Skólar ehf. er 25 ára gamalt félag sem rekur fimm aðra heilsuleikskóla í sveitarfélögunum Garðabæ, Reykjanesbæ og Reykjavík. Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.
Einkunnarorð okkar er „heilbrigð sál í hraustum líkama“
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá skólastjórnendum í tölvupósti [email protected] eða í síma 570-4940.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
- Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga
- Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við hæfi
- Ber ábyrgð á foreldrasamvinnu
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf kennara eða menntun sem nýtist í starfi (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Æskileg reynsla af leikskólastarfi
- Áhugi á að vinna með börnum
- Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
- Vilji til að taka þátt í þróun á faglegu starfi og láta til sín taka
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
- Lausnarmiðun
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Heilsuhvetjandi starfsumhverfi
- Samgöngustyrkur
- Viðverustefna
- Heilsustyrkur
- Metnaðarfullt starfsumhverfi
- 3 heilsusamlegar máltíðir á dag
- vetrarfrí að hausti og vori, jólafrí og páskafrí
Advertisement published22. September 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Baugakór 25, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
ProactivePositivityAmbitionConscientiousIndependencePlanningTeam work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Stuðningsfulltrúi í Brekkubæjarskóla
Brekkubæjarskóli

Uppsetning á nemendasöngleik Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Ársól

Leikskólakennarar óskast
Kópasteinn

Leikskólakennari óskast
Helgafellsskóli

Árskógarskóli auglýsir stöðu deildarstjóra
Dalvíkurbyggð

Leikskólakennari - Hamrar
Leikskólinn Hamrar

Umsjónarkennari á miðstigi
Dalskóli

Sérkennari óskast á yngsta stig
Helgafellsskóli

Okkur vantar umsjónarkennara á yngsta stig í Lindaskóla
Lindaskóli

Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Frístundaráðgjafi í tímavinnu
Fjölskyldusvið