Rafmennt
Rafmennt
Rafmennt

Cisco Certified Network Associate - CCNA

CCNA námskeiðið er hannað til að veita þátttakendum þekkingu og færni tengda grunnhugtökum netkerfa, 
aðgengi að netkerfum, IP-þjónustum, grundvallaratriðum er varðar öryggi, sjálfvirkni og forritun þeirra.
Þetta námskeið hjálpar einnig þátttakendum að undirbúa sig fyrir CCNA 200-301 prófið ásamt því að öðlast nauðsynlega
þekkingu og færni til að geta skipulagt, hannað, stillt, hámarkað og leyst úr
algengum tengi vandamálum netkerfa tengdum TCP/IP, DNS, DHCP, STP, HSRP,
IP-samskiptareglum eins og RIPv2, OSPF, EIGRP, og BGP.  Enn fremur styður þetta
námskeið kennara og leiðbeinendur í kennslu á námsefni CCNA námskrárinnar.
Námið er líka undirbúningur fyrir próf í  200-301 CCNA - Cisco Certified Network Associate fyrir
þau sem hafa áhuga á ná þeirri gráðu.

Það sem þú munt læra:

  • Grunnatriði netkerfa: Lærir um OSI- og TCP/IP-líkönin, IPv4, IPv6, IP-töluúthlutun og undirnet(subnet).
  • Cisco búnaður: Kynnist notkun á Cisco beinum(router) og skiptum(switch) og lærir að stilla þessi tæki fyrir skilvirka netnotkun.
  • Beinar(router): Lærir um stillingar og virkni helstu rútunar-ferla eins og RIP, EIGRP og OSPF.
  • Skiptar(switch): Skilja VLAN, trönk, spanning-tree samskiptareglur (STP), Layer 2 skipta og fleira.
  • Öryggi netkerfa: Innleiða grunnöryggisráðstafanir, þar á meðal ACLs, til að vernda netkerfi.
  • Víðnet(WAN): Lærir að stilla og stýra WAN-tengingum, þar á meðal með PPP, xDSL og VPN.
  • Greining vandamála: Kynnist notkun greiningartóla til að leysa vandamál með beinum og skiptum í litlum til meðalstórum netkerfum.
  • Uppsetning: Hvernig skal setja upp grunnþjónustur fyrir net, eins og dhcp, nat og vpn.


Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu Rafmenntar.

Starts
7. Oct 2025
Type
On site / remote
Timespan
18 times
Price
355,000 kr.
Share
Send message
Share
Copy URL
Categories