Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun

Sérfræðingur í vatnamálum

Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða til starfa sérfræðing í vatnamálum. Starfið felur í sér vinnu við ýmis verkefni sem tengjast lögum um stjórn vatnamála en stofnunin veitir bæði ráðgjöf þar um auk þess að sinna rannsóknum og vöktun. Starfið mun einkum felast í ráðgjafahluta málaflokksins. Bent er á vefsvæði á vegum Umhverfisstofnunar um vatnamál, vatn.is, fyrir þá sem vilja kynna sér málaflokkinn betur.

Lögð er áhersla á að ráða lausnamiðaðan einstakling sem hefur góða færni í að vinna sjálfstætt og í teymi. Felur starfið einkum í sér vinnu með texta. Horft verður til umsækjenda með ýmsa menntun eða starfsreynslu sem nýtist í starfi, s.s. á sviði umhverfisfræði, verkfræði, líffræði o.s.frv.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greining á efni um vatnamál á íslensku og erlendum tungumálum.
  • Ritun skýrslna og annara ráðgjafaskjala.
  • Virk þátttaka í teymi sem vinnur að úrlausnarefnum á sviði vatnamála.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði umhverfisfræði, verkfræði, líffræði eða skyldum greinum.
  • Góðir skipulags og samskiptahæfileikar.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og hæfni til að vinna í teymi.
  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Þekking á norðurlandamáli er kostur.
Auglýsing stofnuð25. mars 2024
Umsóknarfrestur4. apríl 2024
Tungumálakunnátta
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Fornubúðir 5, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar