NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin

Viltu vera hjálparhönd í daglegu lífi - Menntaskólanemi óskar eftir áreiðanlegum aðstoðarkonum

Menntaskólanemi óskar eftir áreiðanlegum aðstoðarkonum í fjölbreytt og skemmtilegt starf!

Ég er unglingsstelpa í menntaskóla og er að leita að nýjum NPA aðstoðarkonum til að bæta í teymið mitt. Ég nota hjólastól og er aðstoðin bæði heima og í skólanum og við það sem ég er að gera hverju sinni. Um mjög fjölbreytilegt starf er að ræða. Tilgangurinn með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) er að ég geti lifað eðlilegu lífi en NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf óháð fötlun.

● Aldur: 19-26 ára
● Starfshlutfall: Möguleiki starfshlutfalli frá 20-60%
● Viðkomandi þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 2. janúar 2026.
● Leitað er að manneskju sem er sveigjanleg, en gæti a.m.k. tekið eina dagvakt á virkum dögum, bakvaktir og helgarvaktir.
● Um vaktavinnu er að ræða og laun eru greidd skv. kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar.
● Viðkomandi þarf að vera með bílpróf og hafa afnot af bíl.
● Nauðsynlegt er að viðkomandi geti umgengist hunda.
● Mikilvægt er að viðkomandi geti tileinkað sér sveigjanleika í starfi, sé ábyrgur og stundvís.
● Meðmæli skulu fylgja umsókn.

Athugið er að farið er yfir umsóknir um leið og þær berast þannig endilega sækið um sem fyrst. Ef þið hafið spurningar má senda þær á netfangið [email protected]

Auglýsing birt28. október 2025
Umsóknarfrestur10. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.TóbakslausPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)PathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.VeiplausPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar