Domus Dentis
Domus Dentis

Tanntæknir eða aðstoðarmaður tannlæknis, spennandi starf!

Ört vaxandi tannlæknastofa í spennandi umbreytingarferli með áherslu á nútímalega, nákvæma og örugga meðferð sjúklinga óskar eftir að ráða aðstoðarmann tannlækna í spennandi og fjölbreytt verkefni. Í því felst meðal annars notkun á þrívíddarmyndatökutæki til röntgenskoðunar, þrívíddarprentun og sérstök áhersla er lögð á hverskonar fyrirbyggjandi starf.

Helstu verkefni:

Starfið felst meðal annars í móttöku og samskiptum við viðskiptavini, aðstoð við meðhöndlun sjúklinga, klíníska aðstoð við meðferð sjúklinga í tannlæknastól. Sótthreinsun og þrif á áhöldum og búnaði, tilfallandi símsvörun, móttökustörf, pantanir auk annarra verkefna.

Um er að ræða 100% framtíðarstarf.

Hver erum við?

Á stofunni starfar metnaðarfullt teymi tannlækna, tannfræðings, tanntæknis, aðstoðarfólks og skrifstofufólks sem sameiginlega vinnur að því að tryggja gott skipulag og skýra verkferla þar sem þjónustu er skipað í öndvegi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Mjög góð íslenskukunnátta.

· Tanntæknamenntun er kostur en ekki skilyrði.

· Reynsla af starfi á tannlæknastofu er kostur en ekki skilyrði.

· Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

· Hæfni og áhugi á að tileinka sér nýja hluti.

Kópavogur 20. október 2025

Umsóknarfrestur gildir til

Auglýsing birt27. október 2025
Umsóknarfrestur2. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hlíðasmári 17, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Nákvæmni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar