

Viðskiptastjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni
Öryggismiðstöðin leitar að öflugum og framsýnum viðskiptastjóra í öryggislausnum í söluteymi okkar. Ef þú hefur brennandi áhuga á tæknilegum lausnum og virkni þeirra, ert með þekkingu á sviði öryggislausna eða öðrum tæknilausnum, og hefur reynslu af samskiptum við viðskiptavini, þá viljum við heyra frá þér!
Lýsing á starfi:
Viðkomandi mun bera ábyrgð á samskiptum við lykilviðskiptavini Öryggismiðstöðvarinnar. Viðskiptastjóri vinnur náið með öllum sviðum fyrirtækisins og stuðlar að vexti viðskiptasambanda með sérfræðiþekkingu sinni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Dagleg umsjón, samskipti við viðskiptavini og sérþekking á öryggislausnum.
- Kynningar, þarfagreining og ráðgjöf á vöruframboði fyrir lykilviðskiptavini.
- Tilboðs- og samningagerð fyrir viðskiptavini.
- Greining viðskiptatækifæra
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun á sviði rafiðngreina, tækni-/verk-/tölvunar-/ viðskiptafræði eða sambærileg menntun er nauðsynleg.
- Samskiptahæfni, skipulagshæfileikar og frumkvæði til að afla sér nýrrar þekkingar er nauðsynleg.
- Hæfni til þess að halda kynningar og setja fram upplýsingar á skýran hátt er nauðsynleg.
- Áhugi, forvitni og skilningur á tæknilegum lausnum og hugbúnaði er nauðsynlegur.
- Þekking og reynsla af öryggislausnum eða öðrum tæknilausnum er nauðsynleg.
- Hugbúnaðarþekking er mikilvæg, þar með talið góð tölvukunnátta, t.d. í Excel og Power Point. Þekking á Business Central er kostur.
- Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
Umsókn:
Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar, hæfni sinni og getu til að mæta kröfum starfsins.
Við hlökkum til að taka á móti umsókn þinni og bjóða þér í kraftmikið umhverfi þar sem fagmennska og metnaður eru í fyrirrúmi.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Sverrir Ingi Ólafsson, [email protected]

