Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin

Viðskiptastjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni

Öryggismiðstöðin leitar að öflugum og framsýnum viðskiptastjóra í öryggislausnum í söluteymi okkar. Ef þú hefur brennandi áhuga á tæknilegum lausnum og virkni þeirra, ert með þekkingu á sviði öryggislausna eða öðrum tæknilausnum, og hefur reynslu af samskiptum við viðskiptavini, þá viljum við heyra frá þér!

Lýsing á starfi:
Viðkomandi mun bera ábyrgð á samskiptum við lykilviðskiptavini Öryggismiðstöðvarinnar. Viðskiptastjóri vinnur náið með öllum sviðum fyrirtækisins og stuðlar að vexti viðskiptasambanda með sérfræðiþekkingu sinni.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Dagleg umsjón, samskipti við viðskiptavini og sérþekking á öryggislausnum.
  • Kynningar, þarfagreining og ráðgjöf á vöruframboði fyrir lykilviðskiptavini.
  • Tilboðs- og samningagerð fyrir viðskiptavini.
  • Greining viðskiptatækifæra

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði rafiðngreina, tækni-/verk-/tölvunar-/ viðskiptafræði eða sambærileg menntun er nauðsynleg.
  • Samskiptahæfni, skipulagshæfileikar og frumkvæði til að afla sér nýrrar þekkingar er nauðsynleg.
  • Hæfni til þess að halda kynningar og setja fram upplýsingar á skýran hátt er nauðsynleg.
  • Áhugi, forvitni og skilningur á tæknilegum lausnum og hugbúnaði er nauðsynlegur.
  • Þekking og reynsla af öryggislausnum eða öðrum tæknilausnum er nauðsynleg.
  • Hugbúnaðarþekking er mikilvæg, þar með talið góð tölvukunnátta, t.d. í Excel og Power Point. Þekking á Business Central er kostur.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli.

Umsókn:
Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar, hæfni sinni og getu til að mæta kröfum starfsins.

Við hlökkum til að taka á móti umsókn þinni og bjóða þér í kraftmikið umhverfi þar sem fagmennska og metnaður eru í fyrirrúmi.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Sverrir Ingi Ólafsson, [email protected]

Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Askalind 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.NýjungagirniPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar