

Öryggisvörður í sumarstarf á Akureyri
Langar þig í spennandi sumarstarf þar sem þú getur haft áhrif á öryggi og velferð annarra? Öryggismiðstöðin leitar að metnaðarfullu starfsfólki í fjölbreytt og krefjandi störf í á Akureyri. Ef þú ert jákvæð/ur/tt, snögg/ur/t að taka ákvarðanir og hefur ástríðu fyrir öryggismálum, þá gæti þetta verið starfið fyrir þig!
Um er að ræða sumarstarf sem hefst í júní og lýkur í lok ágúst.
Hvað bjóðum við þér?
- Vaktavinnu með sveigjanleika (fullt starf eða hlutastarf)
- Fjölbreytt verkefni í framsæknu umhverfi
- Tækifæri til starfsþróunar innan Öryggismiðstöðvarinnar
- Samheldinn vinnustað með stuðningi reyndra starfsfélaga
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Almenn öryggisgæsla og þjónusta á vegum fyrirtækisins
- Aðstoð við viðskiptavini við úrlausn öryggistengdra verkefna
- Almenn ábyrgð á öllum búnaði sem öryggivörður hefur til umráða hverju sinni
- Skýrslugerð og upplýsingamiðlun eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur:
Nauðsynleg hæfni:
- Gild ökuréttindi
- Hrein sakaskrá
- Góð enskukunnátta
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Æskileg hæfni:
- Reynsla í öryggis- eða þjónustustörfum
- Þekking á skyndihjálp eða viðbragðsþjálfun
Umsóknarferli og frekari upplýsingar:
Starfstímabilið er frá júní til ágúst 2025.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Starfsmenn þurfa að skila inn sakavottorði og lágmarksaldur er 20 ára. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá.
Starfið er á sviði Mannaðra lausna sem veitir fjölbreytta þjónustu öryggisvarða, meðal annars útkallsþjónustu, vaktferðir, verðmætaflutninga og almenna öryggisgæslu fyrir viðskiptavini Öryggismiðstöðvarinnar. Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og þjónustu í öryggis-og velferðartækni, fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hjá Öryggismiðstöðinni starfar öflugur hópur sérfræðinga sem býr yfir brennandi áhuga, faglegri þekkingu og mikilli reynslu af þjónustu við viðskiptavini. Við leggjum ríka áherslu og metnað í gæði ráðgjafar við val á lausnum.
Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi, forystu, umhyggju og traust.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á [email protected]










