
Viðskiptastjóri
GoNorth auglýsir eftir viðskiptastjóra á erlendum fyrirtækjamarkaði (B2B) til starfa á skrifstofu fyrirtækisins í Hafnarfirði.
Uppbygging og viðhald viðskiptasambanda.
Öflun nýrra viðskiptavina, meðal annars með þátttöku á sölusýningum erlendis.
Sala og kynning á öllum vörum GoNorth.
Útreikningar og tilboðsgerð.
Vöruþróun, vöruframboð og vöruuppsetning í innri kerfum.
Skipulag og þátttaka í heimsóknum viðskiptavina til Íslands.
Upplýsingagjöf til stjórnenda og annara starfsmanna.
Menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af sambærilegum störfum æskileg, helst úr ferðaþjónustu.
Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli. Frekari tungumálakunnátta er kostur.
Rík þjónustulund og afbragðs færni í mannlegum samskiptum.
Mikil þekking á Íslandi sem áfangastað ferðamanna er nauðsynleg.
Nákvæmni í vinnubrögðum, kostnaðarvitund og færni í Excel.
Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu.
Geta til að ferðast innalands og utan vegna vinnu.

















