Orkuveitan
Orkuveitan
Orkuveitan

Við leitum að liðsauka í kerfisumsjón Orkuveitunnar

Kerfisumsjón Orkuveitunnar leitar að reyndum og metnaðarfullum kerfisstjóra til að starfa við rekstur tölvukerfa. Kerfisumsjón ber ábyrgð á rekstri og öryggi innviða, þjónustu við notendur og tæknilegum stuðningi við önnur teymi innan Orkuveitunnar og dótturfélaga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppsetning, rekstur og eftirlit með Microsoft 365 / Azure skýjalausnum, þar á meðal Entra ID, SharePoint, Intune og Defender. 

  • Uppsetning og rekstur Windows netþjóna í VMWare umhverfi. 

  • Tæknileg þjónusta við verkefnastjóra og ábyrgðaraðila hugbúnaðarkerfa. 

  • Samvinna við þróunarteymi varðandi þjónustur og uppsetningu netþjóna. 

  • Eftirlit og rekstur á samþættingarlagi. 

  • Umsjón með gagnagrunnum (MSSQL og Oracle). 

  • Útgáfa og dreifing skilríkja fyrir innri og ytri þjónustur. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð þekking á Microsoft Windows Server og tengdum kerfum. 

  • Reynsla af Microsoft 365 og Azure skýjalausnum. 

  • Þekking á samþættingartólum og sjálfvirknilausnum á borð við Azure DevOps, CI/CD, PowerShell og Terraform. 

  • Kunnátta í gagnagrunnsrekstri (MSSQL og/eða Oracle). 

  • Góð samskiptafærni og hæfni til að miðla þekkingu. 

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfinu. 

Auglýsing birt28. apríl 2025
Umsóknarfrestur12. maí 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar