
TACTICA
TACTICA er upplýsingatæknifyrirtæki á íslenskum markaði í örum vexti sem sinnir fjölbreyttum störfum í tölvu- og vefþjónustu á fyrirtækjamarkaði.
Markmið TACTICA eru meðal annars að vera alhliða þjónustuaðili sinna viðskiptavina og veita þeim persónusniðna og góða þjónustu. TACTICA rekur hysingar.is sem er meðal stærstu hýsingaraðila á Íslandi og hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna.
Félagið var stofnað 2012 og höfum frá upphafi kappkostað að hafa vinalegt og gott starfsumhverfi.

Sérfræðingur í tækniþjónustu
Ert þú reynslubolti sem kann allt, getur allt og leysir öll heimsins tæknivandamál?Alltaf reiðubúinn að ganga í öll verkefni, ert með sterka samskiptahæfni, skilur tölvur betur en flestir og líður aldrei betur en þegar þú hefur leyst krefjandi vandamál?
Þá erum við að leita að þér í teymið okkar!
Helstu verkefni og ábyrgð
Við hjá Tactica erum með fjölbreytt starfsumhverfi og sinnum öllum helstu verkefnum tengdum upplýsingatækni og leitum að starfsmanni sem hefur þekkingu á
- Tölvum
- Tölvukerfum
- Netumhverfum
- Skýjaþjónustum
- Og öllu öðru sem tengist tæknimálum!
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi er krafa
- Samskiptahæfni
- Geta unnið í teymi og sjálfstætt
- Sterk tölvukunnátta og hæfileiki til að aðstoða aðra við upplýsingatæknivandamál
- Lausnamiðað hugarfar
- Þekking á Windows og netkerfum
- Þekking á Microsoft lausnum
- Þekking á Google lausnum
- Bakgrunnur sem kerfisstjóri er kostur
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Farsímaáskrift og nettenging
- Heitur matur í hádeginu
- Orkudrykkir eða sódavatn, við eigum það allt!
Auglýsing birt9. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Fjarðargata 15A, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiHeiðarleikiHugmyndaauðgiJákvæðniMannleg samskiptiNýjungagirniÖkuréttindiReyklausSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagVandvirkniÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar