
Stilling
Stilling hf. var stofnuð 17. oktober 1960 sem sérhæft hemlaverkstæði. Stofnendur ásamt Bjarna Júlíussyni voru Þórður Júlíusson verkfræðingur sem átti upphaflega hugmynd að fyrirtækinu, Magnús Baldvinsson kenndur við í MEBA, Óskar Ólafsson vélstjóri og Benedikt Magnússyni kenndur við BM Vallá. Í dag er fyrirtækið leiðandi í sölu á varahlutum og aukahlutum í bíla. Stilling rekur fimm öflugar verslanir víðsvegar um landið en einnig er fyrirtækið með sérstakan gagnagrunn sem verslanir og bílaumboð geta pantað úr á heimasíðu Stillingar hf.
Stilling er eitt elsta varahlutafyrirtæki á Íslandi í dag.
Stilling er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu.
Stilling kappkostar að veita viðskiptavinum sínum um land allt vandaða og góða þjónustu. Fyrirtækið er með verslanir í Reykjavík, Hafnarfirði, Selfossi og á Akureyri. Þá er hægt að panta vörur úr gagnagrunni okkar af heimasíðunni Partanet.is Gagnagrunnurinn inniheldur vörur frá yfir 400 framleiðendum sem gerir viðskiptavinum kleift að finna réttan varahlut á auðveldan hátt. Pöntun á vöru er einstaklega auðveld, viðskiptavinurinn slær inn skráningarúmer bifreiðarinnar og finnur þá gagnagrunnurinn þann varahlut sem passar fullkomlega.

Við leitum að frábærum liðsauka í útkeyrslu og á lager
Við leitum að öflugum og hressum einstaklingi til starfa með okkur á lager Stillingar á Kletthálsi. Starfið felst í tínslu pantana og útkeyrslu til viðskiptavina.
Vinnutími er mánudaga -fimmtudaga 8-17 og 8-16 á föstudögum
Um framtíðarstarf er að ræða.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Lagertínsla
- Útkeyrsla á vörum
- Vörutalningar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð hæfni í samskiptum
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
- Bílpróf og góð aksturshæfni
- Hreint sakavottorð.
- Góð íslenskukunnátta
- Fagleg framkoma
- Lyftararéttindi er kostur en ekki nauðsynlegt.
Auglýsing birt7. júlí 2025
Umsóknarfrestur21. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Klettháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÚtkeyrslaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í Garðaland - fullt starf
BAUHAUS slhf.

Join our Northern Lights team! Part-time position, Spanish
Aurora Reykjavík

Lagerstarf
Suzuki og Vatt - Bílaumboð

Kjörbúðin Dalvík - verslunarstarf
Kjörbúðin

Lamb Street Food óskar eftir starfsfólki / Food preparation and service at Lamb Street Food
Lamb Street Food

Viltu verða djúsari? (Fullt starf )
Joe & the juice

N1 - Reykjanesbær
N1

Fullt starf í afgreiðslu
Piknik Reykjanesbær

Þjónusta í apóteki - Flakkari
Lyf og heilsa

Veitingastaðurinn Efri leitar að jákvæðum og þjónustulunduðum starfsmanni í afgreiðslu
Efri

Sölumaður í verslun
Rafvörumarkaðurinn

Leikskólinn Suðurvellir - mötuneyti
Skólamatur