
Verkefnastjóri vefmála
Við auglýsum eftir öflugum verkefnastjóra til að sjá um vefmál fyrir verslanir okkar: Örninn reiðhjólaverslun, Örninn golfverslun, Fífa barnavöruverslun, Sportver og Útisport á Akureyri.
Starfsemi og vöruframboð okkar er fjölbreytt og því nauðsynlegt að viðkomandi aðili sé skipulagður, hugmyndaríkur og drífandi, en á sama tíma nákvæmur og sýni frumkvæði. Gott samstarf og samskiptahæfni er lykilatriði.
Verkefnastjóri sér um umsýslu og þróun vefsíðna, innsetningu vara og samskipti við forritara, markaðsfulltrúa og innkaupadeild. Starfið krefst sjálfstæðis og hæfni til að vinna undir tímapressu.
Áhugi á hjólreiðum, golfi, íþróttum og barnavörum er kostur en ekki skilyrði.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi en skemmtilegt fyrir réttu manneskjuna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og viðhald á 5 vefsíðum.
- Innsetning og uppfærsla vara í netverslanir.
- Samskipti við forritara, markaðsfulltrúa og innkaupadeild.
- Tryggja góða upplifun viðskiptavina á vefnum.
- Önnur tilfallandi verkefni tengd vefmálum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af vefmálum og vefsíðugerð/vefumsjón.
- Þekking á CMS kerfum (t.d. WordPress, Shopify, WooCommerce, Magento).
- Grunnfærni í myndvinnslu (Photoshop, Canva, Figma eða sambærileg forrit).
- Góð textagerð og færni í íslensku.
- Nákvæmni og skipulag.
- Auga fyrir útstillingum á vörum á vefnum.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Þjónustulund og samskiptahæfni.
- Hæfni til að vinna undir tímapressu.
Auglýsing birt16. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Faxafen 8, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
DrifkrafturFljót/ur að læraFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurNákvæmniShopifySjálfstæð vinnubrögðTextagerðVefsíðugerðVefumsjónVinna undir álagiVöruframsetningWooCommerceWordPress
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)

Viðburðasérfræðingur skátamóta
Bandalag íslenskra skáta

Markaðsstjóri Tengi
Tengi

Menningar -og þjónustusvið - Verkefnastjóri viðburða og menningarverkefna
Reykjanesbær

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Datera ehf.

Verkefnastjóri á verkefnastofu
Landspítali

Markaðsfulltrúi hjá Hörpu
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús