Listaháskóli Íslands
Listaháskóli Íslands

Verkefnastjóri rannsókna við LHÍ

Listaháskólinn leitar eftir skipulögðum, metnaðarfullum og kraftmiklum aðila í starf verkefnastjóra rannsókna. Um 100% starfshlutfall er að ræða. Meginþættir starfsins felast í umsjón með rannsóknarþjónustu LHÍ sem veitir ýmsa þjónustu og stuðning við rannsóknarverkefni akademískra starfsmanna háskólans og nemenda, auk aðkomu að gæðastarfi. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst n.k.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með rannsóknarþjónustu LHÍ:
    • Vöktun á styrkmöguleikum innanlands og utan,
    • Tengiliður við rannsókna-og nýsköpunarsvið Rannís,
    • Stuðningi við gerð umsókna um rannsóknarstyrki og vinnslu fjárhagsáætlana,
    • Aðstoð við skýrslugerð og uppgjör verkefnastyrkja,
    • Eftirfylgni með rekstri rannsóknaverkefna sem hýst eru við háskólann,
    • Umsýsla innri styrkjasjóða,
    • Önnur verkefni, s.s. miðlun á vef, gagnasöfnun og eftirfylgni/stuðningur við skráningu í gagnagrunn rannsóknarafraksturs.
  • Þátttaka í starfi rannsóknanefndar,
  • Þátttaka í undirbúningi Hugarflugs, árlegrar ráðstefnu LHÍ um rannsóknir í listum,
  • þátttaka í gæðastarfi, m.a. gæðaúttektum og eftirfylgni þeirra,
  • Þátttaka í samráðs- og vinnuhópum innan og utan LHÍ.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af rannsóknarumhverfi og þekking á starfi háskóla.
  • Mjög góð íslensku-  og enskukunnátta, auk hæfni til að miðla efni í töluðu og rituðu máli.
  • Góð greiningarhæfni.
  • Góð tölvufærni.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
  • Sveigjanleiki, jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sóley Björt Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri, í tölvupósti: soleybjort@lhi.is.

Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. 

Auglýsing stofnuð17. apríl 2024
Umsóknarfrestur8. maí 2024
Staðsetning
Stakkahlíð 1, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar