Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

Verkefnastjóri miðlunar

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) leitar að lausnamiðuðum og skapandi verkefnastjóra miðlunar til starfa. Viðkomandi mun vinna þvert á svið og verkefni SSS og sinna m.a. heimasíðum, efnisgerð og upplýsingamiðlun fyrir SSS, Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanes jarðvang og Hekluna – atvinnuþróunarfélag Suðurnesja.

Starfið krefst frumkvæðis, sjálfstæðis og góðrar hæfni í samskiptum, þar sem verkefnin eru unnin í nánu samstarfi við sveitarfélög, stofnanir og atvinnulíf á Suðurnesjum.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum er samstarfsvettvangur sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem unnið er að sameiginlegum verkefnum byggðaþróunar sem miða að því að skapa betra umhverfi fyrir sveitarfélög, atvinnulíf og íbúa. Hjá SSS eru hýst samstarfsverkefni og stofnanir eins og Reykjanes jarðvangur, Markaðsstofa Reykjaness, Heklan – atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, Sóknaráætlun og uppbyggingasjóður Suðurnesja og Farsæld barna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og þróun heimasíðna SSS og tengdra stofnana
  • Efnis- og textagerð fyrir vefi og samfélagsmiðla
  • Ritstýring, fréttir, blogg og viðtöl
  • Þróun og uppsetning fréttabréfa
  • Aðstoð og samhæfing í miðlunar- og upplýsingaverkefnum
  • Almenn samskipti við samstarfsaðila, íbúa og hagsmunaaðila
  • Samskipti við erlenda blaðamenn, ljósmyndara og áhrifavalda
  • Markaðssetning á áfangastaðnum
  • Ferðasýningar og viðburðir
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði miðlunar, markaðssetningar, íslensku eða blaðamennsku
  • Reynsla og hæfni í textaskrifum er skilyrði
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
  • Þekking á stafrænum miðlum og vefkerfum
  • Góð tölvukunnátta og aðlögunarhæfni
  • Geta til að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og vera lausnamiðaður
  • Þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Búseta á Suðurnesjum er kostur
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur12. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar