

VERKEFNASTJÓRI FJÁRMÁLA
CAFF og PAME, skrifstofur Norðurskautsráðsins óska eftir að ráða öflugan aðila í starf verkefnastjóra fjármála. Megintilgangur Norðurskautsráðsins (e. Arctic Council) er að stuðla að samvinnu, samhæfingu og samskiptum á milli ríkja norðurskautssvæðisins í málefnum sem varða sjálfbæra þróun og umhverfisvernd á svæðinu.
Starfið er í þróun og er hér því spennandi tækifæri til að taka þátt í að móta það á vettvangi fjölbreytts og alþjóðlegs samstarfs. CAFF og PAME skrifstofurnar eru staðsettar á Borgum, Akureyri og starfa þar 6 manns.
Um 100% starf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjárhagsleg umsýsla og áætlanagerð, í samstarfi við framkvæmdastjóra
- Vinnsla og skil upplýsinga til bókhaldsskrifstofu
- Upplýsingagjöf og samskipti við hagaðila varðandi fjárhagslega þætti verkefna
- Þátttaka í umbótum og þróun verkefna og starfsemi
- Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi verkefna CAFF og PAME
- Aðkoma að umsóknum um styrki, utanumhald og uppgjör verkefna
- Pantanir og umsýsla vegna ferðalaga starfsfólks erlendis og innanlands
- Ýmis önnur verkefni í samráði við stjórnendur og samstarfsfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Haldbær reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla eða þekking á fjármálum og/eða bókhaldi kostur
- Greiningarhæfni og geta til að miðla upplýsingum á skýran hátt
- Mjög rík hæfni til samstarfs og samskipta
- Umbótahugsun og vilji til þróunar og breytinga
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Nákvæmni og skipulagsfærni
- Mjög góð tölvufærni og tæknilæsi
- Mjög góð færni í íslensku og ensku
Auglýsing birt15. apríl 2025
Umsóknarfrestur4. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgir 1, 601 Akureyri
Skipagata 16, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFjárhagsáætlanagerðFrumkvæðiHugmyndaauðgiMannleg samskiptiMetnaðurNýjungagirniReikningagerðSkipulagTeymisvinnaVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Rekstrarstjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar
Ungmennafélagið Stjarnan

Starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri
Gunnarsstofnun Skriðuklaustri

Rekstrarstjóri COO
Advise Business Monitor

Fjármálastjóri
Rún Heildverslun

Sérfræðingur í fjármálum og rekstri
Íslandsbanki

Producer
CCP Games

Verkefnastjóri í Klúbbnum Geysi
Klúbburinn Geysir

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar