
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr.27/2010 og er vottaður fræðsluaðili með leyfi Menntamálastofnunar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til að annast framhaldsfræðslu.
SÍMEY er samstarfsaðili Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og fræðslusjóðs framhaldsfræðslunnar.
Hlutverk SÍMEY er að efla símenntun og auka samstarf milli atvinnulífs og skóla, og styrkja þannig samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana á svæðinu.
SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum.
Gildi SÍMEY eru Tækifæri - Styrkur - Traust - Sveigjanleiki

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar-SÍMEY óskar eftir kraftmiklum og framsýnum einstaklingi í starf verkefnastjóra með áherslu á samstarf við fyrirtæki og atvinnulífið.
Ert þú drífandi, lausnamiðaður einstaklingur og með brennandi áhuga á uppbyggingu og eflingu fólks og fyrirtækja?
Langar þig í fjölbreytt verkefni í þróun, skipulagningu og framkvæmd náms- og hæfniuppbyggingar í nánu samstarfi við atvinnulífið í Eyjafirði og víðar?
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppbygging og þróun samstarfs við fyrirtæki og stofnanir.
- Greining fræðsluþarfa fyrirtækja og þróun lausna í samræmi við þær.
- Skipulag og stýring fræðsluáætlana fyrirtækja og stofnana.
- Skipulag námskeiðahalds og fræðslustarf stéttarfélaga og annara hagaðila.
- Innleiðing og nýting hæfnimats innan fyrirtækja og stofnana (Fagbréf).
- Leita eftir samstarfi og fjármögnun fyrir verkefni, m.a. í gegnum innlenda og erlenda sjóði.
- Vinna að nýsköpun og þróun í tengslum við nám á vinnumarkaði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla og þekking á verkefnastjórnun.
- Reynsla og þekking á atvinnulífi svæðisins.
- Þekking og reynsla af námi fullorðinna er kostur.
- Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni.
- Geta til að vinna í fjölbreyttu starfsumhverfi með margar hugmyndir og verkefni í einu.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, ríkir skipulagshæfileikar og drifkraftur til að leiða verkefni áfram.
- Mjög góð tölvukunnátta og gott tæknilæsi.
- Gott vald á Íslensku og ensku.
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt og krefjandi starf í öflugu teymi.
- Sveigjanleiki og tækifæri til að hafa áhrif.
- Tækifæri til símenntunar og persónulegs vaxtar.
- Hlýlegt starfsumhverfi, liðsheild og stuðning.
Auglýsing birt14. apríl 2025
Umsóknarfrestur4. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Þórsstígur 4, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaJákvæðniKennslaMannleg samskiptiMetnaðurSkipulagTeymisvinnaVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í viðskiptaumsjón
Íslandsbanki

Rekstrarstjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar
Ungmennafélagið Stjarnan

Starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri
Gunnarsstofnun Skriðuklaustri

Verkefnastjóri kennslukerfa og gervigreindar
Háskólinn í Reykjavík

Sérfræðingur í Gæða- og Þjálfunarmálum
Airport Associates

Verkefnisstjóri nýsköpunarstuðnings á Vísinda- og nýsköpunar
Háskóli Íslands

Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Sveitarfélagið Vogar

Verkefnastjóri samskipta
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Verkefnisstjóri á ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofu
Háskóli Íslands

Producer
CCP Games

Verkefnastjóri í Klúbbnum Geysi
Klúbburinn Geysir

Bilateral and Sector Officer – FMO
Financial Mechanism Office (FMO)