
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

Verkefnastjóri á skrifstofu áhættu- og fjárstýringar
Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar hjá Kópavogsbæ leitar að talnaglöggum, skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi til starfa á greiningardeild. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í samskiptum, hafa áhuga og metnað til þess að takast á við fjölbreytt rekstrartengd verkefni ásamt færni í framsetningu gagna. Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Á skrifstofu áhættu- og fjárstýringar starfa um 20 starfsmenn við bókhald, innheimtu, uppgjör, áætlunargerð og rekstrareftirlit, auk ýmis konar greiningar- og rekstrartengdra verkefna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjárhagslegt eftirlit með rekstri stofnana
- Gerð greininga og skýrslna um rekstur stofnana
- Upplýsingagjöf og rekstrarleg ráðgjöf til stjórnenda
- Tölfræðivinnsla og framsetning gagna í mælaborði Power BI
- Þátttaka í gerð fjárhagsáætlunar
- Þátttaka í gerð ársreiknings
- Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og falla innan starfssviðs viðkomandi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, hagfræði, fjármálaverkfræði eða sambærileg menntun sem tengist starfi
- Framhaldsnám sem tengist starfi eða umtalsverð reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla og þekking af fjárhagslegum greiningum
- Reynsla af ársreikninga- og áætlanagerð æskileg
- Mjög góð kunnátta á Excel og færni í tölfræðilegri framsetningu
- Þekking á starfsemi sveitarfélaga og opinberum rekstri er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð reynsla af notkun bókhaldskerfa, launakerfa og Power BI æskileg
- Mjög góð greiningarfærni, talnalæsi og nákvæmni
- Hæfni til þess að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, skipulagsfærni og lausnamiðuð nálgun
- Góð íslenskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.
Styttri vinnuvika.
Auglýsing birt23. maí 2025
Umsóknarfrestur6. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í flutningum / Logistics Specialist
Alvotech hf

Director of Business Control
Icelandair

Aðalbókari
Rauði krossinn á Íslandi

Verkefnastjóri kostnaðargreiningar
Veitur

Sérfræðingur í Öryggisstjórnun
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur á sviði gagnaúrvinnslu og greininga
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Persónuvernd og upplýsingaöryggi hjá Deloitte
Deloitte

Sérfræðingur í áætlanagerð fjárfestingaverkefna
Landsvirkjun

Deloitte leitar að ráðgjafa í áhætturáðgjöf
Deloitte

Löggiltur endurskoðandi
Grant Thornton

Verkefnastjóri fjárfestinga / Capital Projects Specialist
Alcoa Fjarðaál

Bókari
Fastus