
Hrafnista
Hrafnista er stærsta hjúkrunarheimili landsins og alls eru heimilin átta talsins í fimm sveitarfélögum. Þau eru Hrafnista Laugarási, Hraunvangi, Boðaþingi, Ísafold, Skógabæ, Sléttuvegi, Hlévangi og Nesvöllum.
Hjá Hrafnistu starfar öflugur hópur einstaklinga með fjölbreytta menntun, starfsreynslu og með fjölbreyttan bakgrunn.
Ef þú hefur áhuga á að bætast í Hrafnistuhópinn skaltu endilega senda inn umsókn,
Hlökkum til að heyra frá þér.

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild - Hraunvangur
Hrafnista Hraunvangi óskar eftir að ráða til sín verkefnastjóra á hjúkrunardeild í 100% starfshlutfall.
Verkefnastjóri á hjúkrunardeild vinnur náið með deildarstjórum og sinnir vaktaskýrslugerð, aðstoðar við ráðningar og móttökuferli á nýliðum auk þess að sinna fjölbreyttum verkefnum sem til falla á deildunum og heimilinu öllu.
Við leitum af jákvæðum, sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni í skemmtilegu og lifandi umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Gerð vaktarskýrslna og eftirlit með tímaskráningum
- Aðstoð við ráðningar og móttöku nýs starfsfólks
- Eftirlit og skráning á orlofi, vinnuskyldu og þ.h.
- Greiningarvinna
- Móttaka og eftirfylgni með nýju heimilisfólki
- Fjölbreytt verkefni sem snúa að starfsemi heimilisins
- Almenn ritarastörf og önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af vaktaskýrslugerð eða haldbær reynsla í vaktavinnu á hjúkrunardeild kostur
- Reynsla af Mytimeplan vaktakerfi kostur
- Menntun sem nýtist í starfi kostur
- Góð tölvufærni nauðsynleg
- Jákvæðni, sjálfstæði og góðir samskiptahæfileikar
- Nákvæmni og skipulagshæfni
- Góð greiningarhæfni
- Þekking á kjarasamningum er kostur
Auglýsing birt24. nóvember 2025
Umsóknarfrestur3. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hraunvangur 7, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSkýrslur
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Fulltrúi á bókhaldssviði SL lífeyrissjóðs.
SL lífeyrissjóður

Spennandi skrifstofu- og bókunarstarf hjá DIVE.IS
Dive.is

Verkefnisstjóri í Nemendaskrá
Háskóli Íslands

Móttökufulltrúi - Akureyri
Terra hf.

Innheimtufulltrúi - Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofnun Norðurlands

BYGGÐAÞRÓUNARFULLTRÚI
Rangárþing eystra/Rangárþing ytra

Verkefnastjóri - Ofanflóðavarnir
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Bókari á fjármálasviði
Avis og Budget

Starf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands

Lögfræðingur.
Norðdahl, Narfi & Silva

Sérfræðingur á fjármálasviði
Bláa Lónið

Skrifstofustjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík